7.1.2013 | 22:39
7.jan :)
Vorum með hamborgara og eggaldin-borgara í matinn í dag :D algjört æði !
Vorum gerðum svo smoothie í eftirrétt, súkkulaði-jarðarberja-banana með vanillu soya jógúrti ;)
Í gær vorum við með cous-cous með lime og ofnbakaðar sætar kartöflur í matinn :P
ooooog á morgunn verður hjartagúllas og sætar kartöflur :D
Agnes varð 2 mánaða í gær, 2MÁNAÐA!!!!! hún er orðin alltof stór, haha ;)
Erum búin að panta flug til íslands í sumar ;) ætlum að koma og vera í 2 vikur :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2013 | 16:12
3.jan 2013!
Jæja, komið nýtt ár ;)
Fórum í mat til mömmu á gamlársdag,
Bergrós var rosalega ánægð og talaði helling við Mathias og spilaði monopoly með okkur ;)
Hún borðaði helling af kalkún og sveppum með sósu ;)
Bergrós sofnaði svo í bílnum á leiðinni heim og rumskaði ekki einu sinni við það að Guðni bar hana inn, setti hana uppí rúm og tók hana úr úti fötunum
En svo vaknaði hún við sprengjurnar sem var skotið upp beint við hliðiná gluggann hjá okkur ;)
Tók hana fram í stofu og við kúrðum okkur öll uppí sófa yfir mynd, Bergrós hélt áfram að sofa þar en rumskaði við allar sprengjurnar og var of þreytt til að fatta þetta, var svo meira vöknuð þegar þær hættu þannig við kúrðum okkur öll saman uppí rúmi með mynd í tölvunni og fórum að sofa ;)
Sváfum svo til hádegis á nýársdag og tókum því bara rólega, Guðni var í fríi og við fórum svo útá leikvöll :)
Fórum svo í gær í 2ára skoðun
Hjúkkan var rosalega ánægð með hvað Bergrós er dugleg, Bergrós svaraði öllu og tók hjúkkunni mjög vel, klæddi bangsa í peysu og buxur, tannburstaði og lét fara að sofa í bangsarúminu, með kodda og sæng, afklæddi hann svo og lét hann pissa í koppinn og klæddi svo aftur í :) Teiknaði smá en vildi svo bara fara aftur að leika með bangsann :)
Hjúkkan var mjög ánægð með málþroskann hjá Bergrósu, þótt hún skildi auðvitað ekki mikið sjálf en mörg orðin eru lík og Bergrós gat oft svarað henni því hún skilur soldið í norsku líka :)
Bergrós er orðin 85,5cm og 11,9kg
Í dag erum við bara búin að vera að taka því rólega, röltum útí búð og keyptum ávexti og 100% Naturlig Smoothie, úr jarðarberjum, bláberjum og bringebær(veit ekki hvað þau heita á íslensku) ;)
Guðni er svo búinn að vinna um 7 ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2012 | 09:37
Góðann daginn ;)
Bergrós vaknaði í gærkvöldi og bað um að "horfa meira bangsímon"
hefur greinilega verið að dreyma vel
Fór með hana uppí okkar rúm og Guðni kom með tölvuna og kveikti á bangsímon, hún bað svo um að fá bangsímon koddann sinn og Agnes vaknaði og vildi fá að súba og svo kom Guðni og kúrði með okkur og við steinrotuðumst öll og sváfum í klessu saman
Förum svo til mömmu á eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2012 | 15:44
Jóladagur
Fórum í mysen áðan, borðuðum hádegismat hjá Kötu og Bergrós hljóp svo um með Hönnu Sofie, prökkuruðust aðeins og hlógu rosalega hátt og mikið
Bergrós tók "stelpuna" með sér (prjónuðu dúkkuna frá langömmu Auði) og neitaði að leyfa öðrum að skoða hana, sagði bara "Bergrós á!" og setti hana í bílstólinn með teppi
Svo var Bergrós ekki með neina bleiu í bílnum, fór bara að pissa áður en við lögðum af stað og svo aftur áður en við lögðum af stað heim
Vorum nú að koma heim, litla búin að fylla almennilega bumbuna og er farin að sofa og við ætlum að fá okkur ís Fáum okkur svo afganga af matnum í gær á eftir
Settum upp trommusettið í morgunn, það vantaði eitthvað í pakkann þannig litlu trommurnar (2) festast ekki við stóru trommuna en Bergrós er alveg jafn ánægð, situr á kollunum við trommurnar og heldur öfugt á kjuðunum og trommar og hlær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.12.2012 | 18:55
Pakkarnir ;)
Bergrós svaf mjög vel og ákvað svo þegar hún vaknaði að hún vildi ekki vera í kjól,
ætla nú ekki að fara að rífast um það á jólunum, hún valdi sér sjálf mjúk og kósí föt en svo kom smá slys þegar við vorum að borða þannig hún endaði á því að sitja alsber og borðaði bara rækjur, kál og pulsu
Ætla að skrifa hérna hvað er í pökkunum ;)
Til Bergrósar:
-frá Elínbjörtu og fjölsk: Kanína í bol með mynd af Bergrósu á
-frá öllum í mysen: spil
-frá Kristjáni: grænt lak
-frá Írisi, Erlu og fjölskyldum: "Með á nótunum" (bók)
-frá ömmu Fanney, afa Krissa og Kristjáni: Bangsímon sængurverasett, strumpanáttföt, koddi, sæng
-frá langömmu Auði og langafa Dóra: Rosalega falleg prjónuð dúkka með teppi sem langamma Auður prjónaði sjálf og hljóðbók með 16 barnabókum
-frá ömmu Gefn og Signý: Geðveik límmiðabók
-frá Afa Óla og Regínu: rosalega fallegir kjólar
-frá Langömmu Gullu: nammi, nærbolur & nærbuxur, sokkar og prjónaðir sokkar
-frá Langömmu Guðný: einstaklega fallega húfu
-frá Katrínu: stjörnunáttföt
-frá mömmu og pabba: TROMMUSETT!!!!!!!!
Til Agnesar:
-frá Katrínu frænku: 2 flottar samfellur
-frá langömmu Guðný: Einstaklega falleg húfa
-frá öllum í mysen: samfella og kjóll (Sett), 2 barnabækur (ein harðspjalda og ein mjúk með skvíki)og leggings
-frá langömmu Gullu: samfella, galli, skriðsokkabuxur, prjónaðir sokkar og prjónaðir skór
-frá ömmu Fanney, afa Krissa og Kristjáni: strumpa náttföt og bamba sængurverasett, þunnur koddi
-frá afa Óla og Regínu: krúttleg föt úr Next
-frá langömmu Auði og langafa Dóra: Krúttlegt hello kitty handklæði sem stendur á "Litla Blómið"
-frá ömmu Gefn og Signý: samfella
-frá Írisi, Erlu og fjölskyldu: Samfella
-frá fjölskyldunni í Råde: Bangsi með mynd af Agnesi á
Til Guðna:
-frá tengdó og Kristjáni: Powerball Exercise bolti, Stjarna Strindbergs (bók) og náttbuxur, borvél
-frá Auði og Dóra: Náttföt
-frá Söndru: Nýjasta&síðasta Eragon bókin á ensku
Til Söndru:
-frá mömmu og pabba: geðveikt krúttó og mjúk náttföt sem ég fór auðvitað strax í, tvinni, saumasett (skæri, nálar, uppsekjari, nælur, málband, fingurbjargir og fleira), svakalega flott saumavél(mega krúttó), saumabók
-frá ömmu Auði og afa Dóra: náttföt með bollamyndum
-frá jóló í storsteinen (ómerktur): röndóttur lítill spegill
-frá Kristjáni: rosalega flottur koddi
-frá Katrínu: Stóra Disney heimilisréttabókin
Til Söndru og Guðna saman:
-"frá krúinu í råde": Bollar og skál
-frá öllum í mysen: 1500kr
-frá mömmu, ömmu og systrum Guðna: Íslenskt nammi; staur, þristar, kúlusúkk, rjómasúkkulaði með rúsínum, stjörnurúllur og lakkrísreimar
-frá Bergrósu: Tegn selv kalender, rosa krúttlegt teiknað frá Bergrósu
-frá ömmu Siggu og afa Bigga : Hvítt Kertahús
Þökkum öllum innilega fyrir okkur
Gleðileg jól allir saman
Bloggar | Breytt 25.12.2012 kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2012 | 13:57
Aðfangadagur :)
Fórum út í morgunn og vorum úti í einhvern klukkutíma, röltum í kiwi og keyptum ís fyrir kvöldið og ananas ;)
Bergrós tróð í sig snjó og ég ákvað að gera það bara líka :D
Fórum svo saman í sturtu og hún kvartaði ekki neitt þótt ég sprautaði vatni á hárið hennar (verður yfirleitt mjög ósátt og vill ekki vatn á andlitið eða hárið)
Kúrðum okkur svo uppí sófa og horfðum á vingjarnlega risann, á ensku afþví vhs tækið er "leiðinlegt" ;)
Fann hana ekki downloadanlega en hún er á youtube ;) (http://www.youtube.com/watch?v=zT7C4kUk1ds)
Guðni er núna að kúra með Bergrósu, hún var orðin svo þreytt eftiralla spennuna og ætlar að lúlla smá ;)
Ætlum svo að borða snemma svo við getum opnað pakkana án þess að hún verði alltof þreytt eins og í fyrra ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2012 | 18:06
jólin jólin jólin koma brátt ;)
Jæja, græjaði tréð áðan, fengum nýja seríu hjá mömmu og bunka af pökkum
Guðni raðaði pökkunum undir tréð og Bergrós var mjög dugleg að hjálpa honum :)
Hún lætur pakkana svo eiginlega alveg vera, endurraðar þeim smá og segir mér að við meigum opna þá á morgunn, þegar við erum búin að sofa og sólin er vöknuð
Guðni er núna á leiðinni heim úr vinnunni, var að vinna 1-6, fæ hann til að skúra gólfið AFTUR
Svakalegt klístur sem fylgir því að missa 1,5l sprite í gólfið þannig það komi gat á botninn og sprautist útum allt.....
Vídjó tækið spilar ekki long play spólur :( þannig við getum ekki horft á skrímsla jól
eeeeen það eru einhverjir að gefa vhs tæki á finn, ætlað reyna að finna nýtt sem virkar almennilega! og verð þá allavega komin með fyrir næstu jól þannig ÉG geti horft á skrýmsla jól og care bears II !!! :D
Gleðileg jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2012 | 16:07
meiri bangsímon
Vorum að komainn úr snjónum, snjóaði svakalega eftir að við komum út úr búðinni, keyptum pepsi, sprite og "jóla-jógúrt" (með nammi í) og svo einfaldann mat fyrir kvöldið
Bergrós borðaði auðvitað snjó allann tímann
Komum svo inn úr kuldanum og kúrðumokkur uppí sófa í náttfötum og með sæng og Bergrós vildi ofc meiri snjó ;) þannig hún borðar allann snjóinn að svölunum líka
Agnes lúllaði allann tímann eins og vanalega í moby wrap-inu undir úlpunni minni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2012 | 12:51
næstum komin jól :D
Ekkert svakalega jólalegt hjá mér þar sem ljósaserían á jólatrénu hætti að lýsa og við eigum víst ekkert annað jólaskraut, haha, sjáum hvort Guðni geti lagað þetta á morgunn
Bergrós tók sig svo til og rústaði stofunni og aðstoðaði mig við að rústa eldhúsinu, ætlum að taka þetta til í fyrramálið því ef ég geng frá einhverju núna draslar Bergrós til annarsstaðar á meðan og Agnes vaknar og vill láta knúsa sig og leika
Guðni er að vinna 12-8 í dag þannig hann kemur ekki heim fyrr en á milli 8 & 10
En hann er í fríi á morgunn þannig við ætlum að jólast aðeins
Svo er hann að vinna á sunnudaginn 1-6 (allir fá 5 tíma vaktir og fá borgað fyrir 10 tíma)
horfum á bangsímon og drekkum djús ;)
Bergrós er svo að borða tómatsósu með smá pulsu í hádegismatinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2012 | 16:24
alveg að koma jól ;)
Daman fékk nafn 16. desember og heitir Agnes Eik Eldlilja Guðnadóttir ;) (ekkert að hafa það of stutt, hehe)
Fékk mér smá af marengskökunni, sem ég sá auðvitað eftir um leið en ég bara stóðst ekki jarðarberin.. ennþá illt í maganum og miðað við google niðurstöðurnar er ég líklegast komin með ristilbólgur (jömmíí) ...
Fengum okkur sushi og svínakjöt í kvöldmatinn í gær (já það fer nefnilega svo svakalega vel í veikann maga..) hehehe
Fór svo ein með báðar prinsessurnar í göngutúr áðan, keyptum smá kex og rúnstykki og Bergrós borðaði helling af snjó ;)
Erum nú að taka því rólega og horfa á Pocahontas, bæði 1 og 2 (2 í fyrsta skipti fyrir okkur allar)
Guðni er svo bráðum búinn að vinna og ætlar út eftir kvöldmat með báðar prinsessurnar á meðan ég tek aðeins til, svo klárar hann þegar hann kemur inn aftur og ég með þær báðar á meðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)