Akranes

11. Apríl vöknuðum við snemma, eins og alltaf, fórum í laugina uppá völlum (sem Bergrósu fannst æði)
Fórum bæði í litlu og stóru rennibrautina, ég með Bergrósu sem var ánægð þangað til það kom gusa í lokinn á stóru, þá vildi hún sko ekki vera í henni og eins þegar Guðni fór með Agnesi, hehe, en Bergrósu fannst litla regnboga rennibrautin æði, "hljóp" útum allt í vatninu og skemmti sér meiraðsegja í pottinum, Bergrós faldi sig svo inní skáp á leiðinni uppúr, fundum þar gleraugu sem við skiluðum í afgreiðsluna og Agnes skammaði pabba sinn soldið því hún var orðin svo þreytt Wink

Elduðum okkur svo pasta, eins og kvöldið áður, með pönnusteiktum sveppum og lauk, bökuðum baunum (hvítarbaunir í tómatsósu), káli og gúrku  

Guðni fór til tannlæknis og fórum svi í kringluna og hittum Viktor Aron Grin

Borðuðum þar og tókum svo strætó uppá Akranes, Bergrós svaf alla leiðina en vaknaði þegar við komum inn úr rokinu ekki sátt, alveg frekar ringluð

12. apríl
Vöknuðum snemma á Akranesi, lékum okkur aðeins og röltum svo í bónus, amma Gefn hringdi svo á meðan við vorum þar og endaði svo á því að sækja okkur öll í 2 ferðum og fór með okkur á gamla kaupfélagið að borða með Írisi, Róberti og Bríeti Smile
Það er engin mjólk í pizza botnunum þeirra þannig við fengum okkur grænmetispizzu án osts Wink

13. apríl
Vöknuðum mjög snemma, ég sofnaði aðeins aftur með Agnesi uppí rúmi og Guðni sofnaði aðeins í sófanum með Bergrósu, hehe, fengum okkur svo að borða og fórum í sund, Agnesi fannst það æðisleg alveg elskar að busla í vatninu og var ánægð sama hjá hverjum hún var en Bergrós var ekki alveg á sama máli, hún vildi reglulega skipta hjá hverjum hún var en fannst best að kúra sig í fangið á Þórey og halda aðeins utanum bumbuna með litla maí-bumbukrúttinu í Wink 

Fórum svo þaðan aftur á gamla kaupfélagið áður en við fórum "heim" aftur og tókum því svo bara rólega "heima" á meðan Þórey, Benni og Adrian fóru í skírn Smile

Svæfðum svo Agnesi og svo Bergrósu um kvöldið og spiluðum svo fram á kvöld við Þórey og Benna Wink

 

14.apríl
Tókum strætó um 11 frá akranesi
Komum í mosó í kringum hádegið og fengum okkur aðeins að borða, ávextir og aðeins breytt gló-brauð sem Regína gerði :)
Bergrós lék svo við Hönnu og Selmu og skemmti sér svakalega vel 
Smile Agnesi leyst rosalega vel á Afa Óla, Regínu og stelpurnar og brosti og hló allann tímann Wink
Borðuðum svo góðann mat og Bergrós fór strax að leika sér eftir matinn og var sko ekki sammála því að það var tími til að koma heim þegar klukkan var orðin um 7. Hún samþykkti svo loks að fara og knúsa Katrínu, var hálfsofandi alla leiðina en um leið og við komum heim dreif hún sig í fangið á Katrínu og ætlaði ekki að fara þaðan aftur, lúllaði svo inni hjá Katrínu alla nóttina og var ekki of ánægð með það að Katrín þurfti að fara að vinna um morguninn 
Wink  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband