Færsluflokkur: Bloggar

Síðan færð :)

Jæja, þessi síða er ekki að virka nógu vel þannig ég hef ákveðið að færa mig yfir á blogspot :)
http://regnbogasandra.blogspot.com/ LoL

Færði líka öll gömlu bloggin með :) 


Brjálað að gera!!

Jæja, hef ekki skrifað í soldinn tíma og verð að viðurkenna að nú man ég ekkert sem gerðist ekki á ca síðustu vikunni, hahaha

Mamma og pabbi eru búin að koma 2x og hjálpa að pakka í kassa svo við getum flutt Wink

Fórum svo á vegetar festið 4. maí, það var æðislegt, fengum vefjur, risa cookie, cupcake, banana súkkulaði, jarðarberjasúkkulaði, límonaði, appelsínu&jarðarberja safa, bunka af bæklingum, gefins 2 fernur af rísmjólk og fleira LoL

 

Í dag átti svo að vera 6mán skoðun því Agnes varð 6mán í gær Smile
Guðni að vinna 9-5 og ég kann ekkert á strætóinn þannig við tókum þetta með hörku og löbbuðum, Agnes ofaní vagninum og Bergrós ofaná svuntunni hjá henni
Tók klukkutíma að labba í skoðunina og einn&hálfann að labba til baka.. Með trukka-vindinn í hárinu ...

Jæja Noregur veit greinilega ekki hvað "göngustígur" eða "stétt" er hehehe ;)

Litla bollan bræddi svo alla, brosti útað eyrum og hló þegar hún var mæld Smile
Orðin 7,54kg og 67,5cm Og rétt að byrja að smakka smá epli og banana
Enda orðin svo stór og alveg elskaði að naga eplabáta í gær, bæði bragðið og kælandi á góminn þar sem 2 litlar tönnslur eru að borast í gegn InLove


:)

18. Apríl

Tókum því bara rólega þar sem Bergrós var oðin veik og ég ákvað greinilega að joina hana og vera bara veik líka, kúrðum og horfðum á frítt efni á vodinu, horfðum smá á sjónvarpið og svo kom Guðni aftur heim, hann hafði farið að hitta Atla og Einar og þeir plönuðu kvöldið daginn eftir :)

Kúrðum áfram restina af deginum ;)

 

19. Apríl

Katrín átti afmæli :D

Fórum í kringluna og hittum Þórey og Adrian, fórum með þeim í fjölskyldu og húsdýragarðinn og hittum Magneu og Kalla og vinkonu hennar með stelpuna sína ;)

Skoðuðum dýrin og Bergrós var sko ánægð með svínin sem voru með svaka læti, bað um að fara ofaní með grísunum og var svo "aaaaa góð" við öll dýrin :D

Hún var svo auðvitað sérstaklega ánægð með dembuna og rokið úti og fannst æði að hlaupa á milli húsanna og hoppa soldið í pollunum ;)

Guðni keyrði svo Þórey og Adrian í vinnuna til Benna og sótti okkur svo, keyrði okkur heim og hoppaði í strætó að hitta Einar og Atla og gisti svo hjá Atla, við Bergrós náðum í Katrínu og gáfum henni afmælispakka, Bergrós vildi ekki syngja fyrir hana en var voða ánægð að hafa hana, hehe

Fórum svo að sofa soldið snemma og Guðni kom svo heim í kringum 9-10 daginn eftir :) 


17.apríl

Fórum í húsdýra og fjölskyldugarðinn í dag með Atla og Ellu LoL

Bergrós sofnaði á leiðinni svo við settumst bara inni og fengum okkur franskar Tounge 
Sátum svo bara róleg á meðan Bergrós svaf og fórum svo og skoðuðum dýrin, hún var soldið lítil í sér, ennþá soldið þreytt og svona en var rosalega ánægð að sjá páfagauk sem gaf frá sér svaka læti og skoða skjaldbökuna, var svo mjög ánægð með allar kanínurnar og fuglana Wink

Ætlum svo aftur á föstudaginn og þá verður hún líklega mun fljótari að verða ánægð með öll dýrin (alltaf miklu skemmtilegra að gera allt í annað skiptið) LoL

Fórum svo með Ellu heim þegar við vorum búin og hún eldaði hnetusteik og grænmeti Tounge
Æðislegur matur, æðislegur dagur, yndislegt að fá að eyða tíma með bestu vinkonunni Wink

Á morgun ætlum við á laugarveginn með Atla fyrripartinn og fara svo til Írisar seinni partinn
og svo á föstud. ætlum við rétt eftir hádegi í fjölsk.og húsd. garðinn með Magneu og Kalla og Eydísi og Valtýr Wink og svo syngjum við fyrir Katrínu seinni partinn, gefum henni smá pakka og svona skemmtilegt því hún á afmæli Wizard


Akranes

11. Apríl vöknuðum við snemma, eins og alltaf, fórum í laugina uppá völlum (sem Bergrósu fannst æði)
Fórum bæði í litlu og stóru rennibrautina, ég með Bergrósu sem var ánægð þangað til það kom gusa í lokinn á stóru, þá vildi hún sko ekki vera í henni og eins þegar Guðni fór með Agnesi, hehe, en Bergrósu fannst litla regnboga rennibrautin æði, "hljóp" útum allt í vatninu og skemmti sér meiraðsegja í pottinum, Bergrós faldi sig svo inní skáp á leiðinni uppúr, fundum þar gleraugu sem við skiluðum í afgreiðsluna og Agnes skammaði pabba sinn soldið því hún var orðin svo þreytt Wink

Elduðum okkur svo pasta, eins og kvöldið áður, með pönnusteiktum sveppum og lauk, bökuðum baunum (hvítarbaunir í tómatsósu), káli og gúrku  

Guðni fór til tannlæknis og fórum svi í kringluna og hittum Viktor Aron Grin

Borðuðum þar og tókum svo strætó uppá Akranes, Bergrós svaf alla leiðina en vaknaði þegar við komum inn úr rokinu ekki sátt, alveg frekar ringluð

12. apríl
Vöknuðum snemma á Akranesi, lékum okkur aðeins og röltum svo í bónus, amma Gefn hringdi svo á meðan við vorum þar og endaði svo á því að sækja okkur öll í 2 ferðum og fór með okkur á gamla kaupfélagið að borða með Írisi, Róberti og Bríeti Smile
Það er engin mjólk í pizza botnunum þeirra þannig við fengum okkur grænmetispizzu án osts Wink

13. apríl
Vöknuðum mjög snemma, ég sofnaði aðeins aftur með Agnesi uppí rúmi og Guðni sofnaði aðeins í sófanum með Bergrósu, hehe, fengum okkur svo að borða og fórum í sund, Agnesi fannst það æðisleg alveg elskar að busla í vatninu og var ánægð sama hjá hverjum hún var en Bergrós var ekki alveg á sama máli, hún vildi reglulega skipta hjá hverjum hún var en fannst best að kúra sig í fangið á Þórey og halda aðeins utanum bumbuna með litla maí-bumbukrúttinu í Wink 

Fórum svo þaðan aftur á gamla kaupfélagið áður en við fórum "heim" aftur og tókum því svo bara rólega "heima" á meðan Þórey, Benni og Adrian fóru í skírn Smile

Svæfðum svo Agnesi og svo Bergrósu um kvöldið og spiluðum svo fram á kvöld við Þórey og Benna Wink

 

14.apríl
Tókum strætó um 11 frá akranesi
Komum í mosó í kringum hádegið og fengum okkur aðeins að borða, ávextir og aðeins breytt gló-brauð sem Regína gerði :)
Bergrós lék svo við Hönnu og Selmu og skemmti sér svakalega vel 
Smile Agnesi leyst rosalega vel á Afa Óla, Regínu og stelpurnar og brosti og hló allann tímann Wink
Borðuðum svo góðann mat og Bergrós fór strax að leika sér eftir matinn og var sko ekki sammála því að það var tími til að koma heim þegar klukkan var orðin um 7. Hún samþykkti svo loks að fara og knúsa Katrínu, var hálfsofandi alla leiðina en um leið og við komum heim dreif hún sig í fangið á Katrínu og ætlaði ekki að fara þaðan aftur, lúllaði svo inni hjá Katrínu alla nóttina og var ekki of ánægð með það að Katrín þurfti að fara að vinna um morguninn 
Wink  


:)

10.apríl

Bergrós hafði sofnað áður en Katrín kom heim af æfingu en hafði ætlað að bíða og kúra inni hjá henni, hún ákvað þá að rífa sig upp kl 5, ekkert sérstaklega sátt og vildi bara fá Katrínu, gólaði aðeins og neitaði að knúsa okkur, en svo kom Katrín og bjargaði henni, hehe, fór með hana inn til sín og rétti henni pappírs froska og sofnaði svo, þær kúrðu svo frekar lengi saman Wink

Fórum svo í strætó og röltum laugarveginn, fórum í kringluna, keyptum sokka, símkort og sundföt og hittum svo Erlu og Evu og fórum saman í sund Smile 

Eftir sundið fórum við aftur á laugarveginn og hittum Einar og Sabrínu og fórum saman á kaffihús sem heitir stofan, Bergrósu fannst Sabrína alveg svakalega skemmtileg og lék við hana allt kvöldið Smile
Rákumst þar á Arnald, sem var með okkur í FÁ og komumst að því að hann er í framboði fyrir pírata Smile
Atli kom svo líka og við fórum með honum á serrano hjá nóatúni og röltum svo í gegnum nóatún og rákumst á Ellu og spjölluðum aðeins og fórum svo í strætó heim Wink

Fórum eiginlega bara strax að sofa, dauðþreytt eftir langann og góðann dag Wink 


Jææææja

8.apríl fórum við til mömmu, gistum þar til þess að einfalda allt með flugið og svo við myndum pottþétt vakna

9. Fórum við svo út um morguninn og náðum strax strætónum, náðum svo lestinni 2mín eftir að við komum á lestarstöðina, skiptum í osló og lestin sem fór á flugvöllinn kom strax svo við drifum okkur út á réttann pall Wink
Mættum á flugvöllinn 2og hálfum tíma fyrir flug og fengum okkur samlokur sem ég hafði búið til daginn áður Wink
Bergrós lék sér svo við fullt af krökkum, sem töluðu ekki öll sama tungumálið en hún tók lítið eftir því og sagði bara eitthvað á sínu bull tungumáli á móti, með norskum og íslenskum hreim Smile
Fluginu var svo seinkað um hálftíma, sætunum okkar breytt og við ekki sett saman! En við fengum svo samt að sitja saman, enda annað bara fáránlegt ! Wink
Bergrós sofnaði í flugtaki og Agnes var aðeins pirruð en var fljót að skipta út pirringnum með svaka gleði og lék sér mest alla leiðina með smá lúlli inná milli
Bergrós vaknaði svo í lendingunni, frekar hress og soldið hissa Wink
Afi Dóri kom og sótti okkur og Bergrós var sko ekki ánægð að Katrín væri ekki komin heim Wink

Fórum á subway og hittum svo Ömmu Gefn, Signýju og Evu Smile 


VIKA

VIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKA
VIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKA
VIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKAVIKA

 

hehehehe Wink


Já, það er bara vika þangað til við komum, erum ekki byrjuð að pakka því við erum búin að losa okkur við okkar bíl, bíllinn sem mamma og pabbi eiga er bilaður og töskurnar eru heima hjá  þeim ! Wink

Erum að gá hvort við getum fengið ungbarnabílstól á íslandi og sleppum þá við að drösla honum, með töskunum niðrí bæ og í flugrútuna þegar við förum Wink

Afi sækir okkur svo á flugvöllinn
ooog við erum búin að vera svo upptekin að við eigum enn eftir að plana hvað við ætlum að gera á hverjum degi Smile
Förum allavega í húsdýra&fjölsk. garðinn, eins oft í sund og við getum og verðum svo aðeins á akranesi hjá Þórey&fjölsk. Smile

Búin að finna út að subway er með mjólkurlaus brauð (allavega 1-2 brauð) þannig við munum fara þangað ! LoL og á serrano Smile

Væri líka soldið til í að kíkja á Gló Smile

Guðni kemur heim um 5 í dag og þá reynum við að skella aðeins í kassa og raða fötum sem við tökum með til íslands á gula sófann :) 


Mánudagur ! :)

Fórum út í gær, Bergrós var soldið lúin þannig við fórum út um 1 (sem er 2 klst áður en lestin sem við vorum að fara í kom) 
Röltum smá hring og Bergrós steinsofnaði í vagni systur sinnar á meðan Agnes steinsvaf í fanginu á mömmu, í moby wrapinu Wink

Röltum hring í hverfinu og ákváðum svo að labba bara niðrí spyderberg og taka lestina þar til þess að eyða smá tíma og njóta veðursins (smá sól og ekki of kalt)

Fórum svo í lestina þar um 3 og skiptum í aðra niðrí ski sem við tókum til Greverud, löbbuðum að Skiveien og skoðuðum þar íbúð, frekar flotta bara, töluðum aðeins saman, skoðuðum betur og okkur leist bara rosalega vel á hana og ákváðum að við myndum segjast hafa mikinn áhuga, leigusalinn kom svo og spurði okkur hvernig okkur litist á hana og við sögðum auðvitað vel og þá spurði hann bara hvenær við gætum flutt inn ! Smile
Förum á fimmtudaginn, á milli 4 og 5, að skrifa undir leigusamning !! LoL

Jæja, röltum þá af stað og ég hringdi í mömmu að segja henni hvernig var og hún sagði okkur að það væru 15 mín í lestina, við löbbuðum á oppegård lestarstöðina, tókum lestina þar 1 stoppustöð, að vevelstad og fórum þar í strætóinn sem fer heim til mömmu Smile
Borðuðum þar og töluðum smá um þetta, fundum hvenær lestin færi heim og afþví hún er bara á klukkutíma fresti fórum við næstum strax aftur frá mömmu, í strætó niðrí ski og svo lestina þaðan heim Smile

Bergrós sofnaði aftur í vagninum og Agnes sofnaði í wrapinu um leið og við löbbuðum af stað í strætóinn svo þetta var voða róleg ferð heim Smile 

Vorum svo auðvitað alveg uppgefin þegar við komum loksins heim, kúrðum aðeins í sófanum, horfðum á einn supernatural þátt og fórum svo að sofa Wink

 

Vöknuðum svo snemma í dag, Agnes vaknaði og fór bara að leika en fór svo að kvarta smá að láta vita að hún þyrfti að kúka svo við fórum inná baðherbergi Wink
Svo vildi hún bara fara að leika meira þannig ég lagði hana á leikteppið bleiulausa og beið eftir að hin 2 myndu vakna líka Wink
Þau vöknuðu svo fljótlega og við röltum útí búð og fylltum kerruna af mat, matur fyrir vikuna og meira og bara 300og eitthvað krónur, það er nú ekki slæmt að borða bara hollann og ódýrann mat LoL
Drifum okkur svo heim að gera mega góðar samlokur áður en Guðni færi að vinna (12-8 í dag)

Ætlum nú bara að hafa frekar rólegann dag, aðeins minna af æslagang en vanalega og bara leika rólega saman Smile Bergrós er búin að kveikja á "obbosí" disknum og er núna að kúra hjá Agnesi og syngja fyrir hana InLove 


Fimmtudagur ;)

Mamma hringdi í gær að láta mig vita að við hefðum fengið bréf merkt innheimtu, sent til þeirra..
Fuðrulegt, hún spurði hvort það ætti ekki bara að opna það strax og sjá hvað þetta væri þar sem við skuldum ekki krónu og það kom í ljós að sjóvá ákvað að endurnýja trygginguna hennar Bergrósar fyrir þetta ár, þótt við hefðum sagt upp í gegnum síma og skriflega og fengið staðfestingu um að það væri pottþétt búið að segja upp fyrir ári síðan !

Jæja, pabbi hringdi og talaði við einhverja gellu og fleira svona skemmtilegt, ekki séns að við séum að fara að borga þetta, nema þeir ákveði að endurgreiða okkur það sem við höfum borgað í tryggingar fyrir Bergrósu hérna í noregi LoL hehehehe

Skoðuðum yfir heimabankann og sáum að við værum líka búin að fá reikning 2013 frá sos-barnahjálp á íslándi, sem við styrktum aðeins 2011 og sögðum formlega upp áður en við fluttum til noregs!

Íslendingar eru spes, haha Smile

Vaknaði svo kramin í morgunn, með Agnesi þétt uppvið mig að súba og Bergrósu þétt uppvið bakið á mér, var á hlið og gat ekkert hreyft mig og svo var Guðni með 2/3 af rúminu !  

Bergrós fékk banana með hnetusmjöri að eigin ósk í morgunmatinn, svakalega ánægð með þetta gúmmulaði Wink
Og ég fékk mér nokkra banana og kiwi, sem var greinilega algjör orkubomba og ég er nú búin að taka úr og setja í uppþvottavélina, þvo 2 vélar af þvotti, þrífa klósettið, sturtuna, vaskinn, spegilinn og meiri hlutann af eldhúsinu og meiri hlutann af þessu með Agnesi í moby wrapinu og það er ekki komið hádegi Grin

Á meðan fór Bergrós og kveikti á sjónvarpinu, fann húgó og setti í vhs tækið og situr róleg þar mjög sátt Wink 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband