Færsluflokkur: Bloggar
12.12.2012 | 15:58
12des *2 :)
Jæja, fórum í skoðunina með litlu bolluna
5 vikna, 55,5cm - 37,5 höfuðmál - 4610g !
búin að stækka 5,5cm, höfuðmálið búið að stækka 2,5cm og búin að þyngjast 910g frá fæðingu
Ég spurði hjúkkuna útí hvítu hnúðana á gómnum, búið að vera frá fæðingu (nokkrir saman á einum stað í efri góm) og hún hafði aldrei séð svona áður, hún fór og náði í aðraog hún skoðaði og sagði að þetta gæti verið tönn og þetta er ekki bara einn hnúður heldur margir og frekar aftarlega þannig líklega jaxl ef þetta er tönn, hehe
Fórum svo og keyptum síðustu 2 jólagjafirnar, handa Katrínu og Kristjáni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2012 | 09:53
12.des :)
Gestirnir fóru í gær, Bergrós gubbaði smá í nótt en bara einu sinni og svaf svo vel eftir það :)
Vöknuðum svo hress í dag, erum að fara að pakka inn nokkrum pökkum, förum svo með litlu í skoðun og svo kíkjum við til Elínbjartar á eftir og sjáum hvað passar í töskuna hjá þeim og sendum svo það sem passar ekki í pósti á eftir ;)
Set inn meira þegar við erum búin að fara í skoðun að sjá hvað bollan er orðin þung og stór :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2012 | 07:21
meiri veikindi :/
Þórey, Benni og Adrian komu til okkar á laugardaginn og gistu í svefnsófanum frammi í stofu því það komu fleiri gestir til Ernu og þá var ekki pláss fyrir alla, Bergrós vaknaði alveg að deyja úr spenningi og var alltaf að kíkja fram að gá hvort þau væru vöknuð svo hún gæti farið að leika við Adrian ;)
Þau urðu svo áfram aðra nótt þar sem gestirnir gátu ekkert farið því einn þeirra fótbrotnaði eftir að hafa týnst þegar þau fóru á einhvern bar svo við höfðum það bara cozy áfram og Bergrós hélt áfram að leika við Adrian :) Færðum þá svefnsófann inní dótaherbergi þannig þau gætu lokað inn til sín um nóttina og fengið smá næði ogsvo Bergrós myndi ekki vekja þau snemma aftur, hehe :)
Fórum í búðir í gær og keyptum jólagjöfina hennar Bergrósar, þau í tomter hringdu snemma og létu vita að það væru allir orðnir veikir hjá þeim svo gestirnir yrðu áfram (ekki gott að keyra í marga tíma með gubbupest) keyptum frosnar pizzur í kvöldmatinn og gerðum tilraun til þess að horfa á mynd, en litla var bara alveg brjáluð og vildi sko ekkert samþykkja það, róaðist niður inní herbergi að kúra í fanginu á mömmu sinni en pirraðist aftur ef ég hreyfði mig
Bergrós vaknaði svo klukkan 4 í nótt við það að hún var að kúgast, hún var varla vöknuð þegar gubbið kom og kafnaði næstum á ælunni :( hún vildi svo bara sitja og spurði hvort við gætum horft á mynd, sem var auðvitað sjálfsagt - ekki eins og ég gæti sofnað aftur með allar mínar áhyggjur af litla englinum, svo gubbaði hún aðeins meira og við horfðum á How the Grinch Stole Christmas (1966)
Horfðum svo á litlu hafmeyjuna 1 og vorum hálfnuð með mynd 2 þegar Bergrós steinrotaðist, í kringum 7
Litla vaknaði þá og vildi fá að súba þannig við kúrðum yfir restinni af myndinni, Guðni vaknaði svo orðinn veikur líka ...
Tökum því bara rólega í dag og verðum öll orðin góð 16 !! (ekkert kannski neitt, ég ræð!)
Og tökum því svo bara rólega áfram og njótum jólanna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2012 | 11:17
1mán í dag <3
Fórum í ski á mánudeginum, Guðni keyrði okkur og við röltum um þangað til Þórey, Benni, Adrian og Erna komu, löbbuðum um mollið og yfir í xxl
Fórum svo 3 í strætó um 6 og fórum til mömmu, litla sofandi í vagnum og stóra sofnaði svo í strætóþannig ég lyfti henni ofaná vagninn og leyfði henni að sofa áfram þar, bar hana svo upp stigann hjá mömmu og plaffaði henni í sófann hjá Kristjáni
Þórey, Benni og Adrian komu svo til okkar á þriðjudeginum, röltum saman í Kiwi og keyptum í matinn og fengum okkur hamborgara saman :)
Fórum svo í Vinterbro í gær, Bergrós var rosalega ánægð þegar við fórum á Burger King afþví það var risastórt "Bjé fyrir Bergrós" :)
Í dag er 6.des og litla blómið er mánaðar gömul í dag <3
Svo stór og dugleg, heldur hausnum eiginlega alveg, heldur honum alveg í frekar langann tíma :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2012 | 13:59
jæja ..
Á laugardaginn fór Guðni með Bergrósu til ömmu sinnar og afa, ég og litla kúrðum bara uppí rúmi á meðan ;)
Bergrós var svo dugleg að hjálpa ömmu að skreyta fyrir jólin og skemmti sér vel hjá þeim ;)
Ákváðum á sunnudeginum að fara með litlu í fyrstu heimsóknina og fórum öll saman að sækja Bergrósu, litla lúllaði svo bara mest allann tímann í vagninum sínum hjá ömmu og afa, vagninn verður svo hjá þeim áfram þannig hún geti legið í honum þegar við förum í heimsókn næst og um jólin og áramótin ;)
Bökuðum svo kanilsnúða þegar við komum heim og sátum saman við eldhúsborðið að lita og teikna saman, Guðni hélt svo áfram að lita með Bergrósu þegar litla vaknaði til að súba ;)
Bergrós er ekkert smá dugleg, byrjuð að teikna fólk - haus með fætur og stundum með augu og munn :D
...
Fórum í smá göngutúr í hádeginu, vafði litlu í moby-wrap og fór í risa úlpuna frá pabba utanyfir og hún var mjög sátt ;)
Kúrðum okkur svo yfir HarryPotter1 og Guðni fór að vinna og svo byrjaði Bergrós aftur að tala um að henni væri illt í mallanu, talaði aðeins um það í morgunn, en svo kom bara hádegismaturinn upp :/
-búin að gubba núna 2x og er svakalega lítil í sér og vill bara fá símann og hringja í pabba sinn :/ <3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2012 | 16:34
Jólahreingerning :)
Jæja, búið að hvolfa íbúðinni ;)
Byrjuðum í hádeginu, tókum allt úr dótaherbergi og röðuðum inní stofu, fór með allar sængur og teppi útá svalir að viðra það í góða veðrinu, tókum utanaf rúminu og settum yfirdýnuna líka útá svalir
Sópuðum og skúruðum fyrrverandi dótaherbergið og fórum með dýnuna okkar þangað inn
Fórum svo með náttborðið og kistuna þangað inn líka og kláruðum svo að tæma gamla svefnherbergið okkar, settum allt þaðan líka inní stofu nema rúmið, tókum það í sundur og hentum uppá háaloft ;)
Svo var sópað og skúrað þar inni og svo byrjað að raða öllu dótinu þangað inn :)
Stóra herbergið var allt of stórt sem svefnherbergi fyrir okkur, erum nokkrum sinnum búin að eyða deginum í að taka til þar inni því herbergið var svo stórt að við vorum búin að ná að fylla það af drasli, en svo var dótaherbergið svo lítið, sérstaklega þegar það var búið að troða inní það eldhúsi, stóru dúkkuhúsi og 2 trofast gaurum (ikea dóta-flokkarar)og núna kemst borðið hennar og stólarnir líka þangað inn (litla hvíta borðið hennar Katrínar og stólarnir hennar) :)
Bergrós ekkert smá ánægð með nýja flotta dótaherbergið sitt :D
Núna er bara eftir að klára að rústa stofunni og færa húsgögnin og fá þannig nýja stofu, mögulega skipta henni í tvennt ;)
og svo finna fallegar jólaseríurog kannski byrja að baka piparkökur, bökuðum súkkulaðiköku og kanilsnúða í gær og bananabrauð um daginn, gerum líklega 2-3 bananabrauð þegar Guðni er næst í fríi afþví við eigum ljóta banana og það er svo gott, hehe :P
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2012 | 13:18
Sól og blíða :)
Búin að fara með litla blómið í skoðun hjá barnalækni og búið að taka blóð úr hælnum, hún vaknaði ekki einu sinni við það
Stóra stelpan mín er svo rosalega dugleg að hjálpa mömmu sinni og svo rosalega góð við litlu systur sína, knúsar hana og stríkur yfir hausinn, heldur í hendina á henni og kyssir hana og ef litla er eitthvað að kvarta er hún aaaa-góð og segir "svona svona, Bergrós hefur þig"
Gæti ekki verið stolltari af stóra englinum mínum, sem virðist hafa stækkað alveg 10cm eftir að litla kom því það er svo rosalega mikill stærðarmunur á þeim, hehe
Litla drekkur bara og drekkur, fór í bað í fyrsta skipti í gær, í vaskinum inná baði, var smá ósátt fyrst þegar tásurnar fóru ofaní en var svo alveg svakalega sátt og róleg í vatninu og vildi eiginlega ekkert koma uppúr aftur, Bergrós var í baði á sama tíma í balanum sínum inní sturtunni - alveg svaka fjör ;)
Bergrós er eiginlega alveg hætt með bleiu, bara næturbleian eftir og stundum þegar hún fer út, er samt búin að fara nokkrum sinnum útí búð með pabba sínum bleiulaus, pissar bara rétt áður en hún fer út og ekkert slys úti :D
Næturbleian kemur svo oft þurr af bossanum á morgnanna ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2012 | 08:41
Sólin að koma upp :)
Vaknaði aðeins við það þegar Guðni var að fara um 7 í morgunn en ekki nóg til að geta sest upp, kúrði bara áfram með litlu prinsessunni sem var sko dugleg að drekka alla nóttina :)
Vaknaði svo aftur núna um hálf 9, soldið kalt frammí en samt ekkert mikið, stóra prinsessan svaf vært í alla nótt í sínu eigin rúmi
Yndislegasti stóri frændinn á afmæli í dag, orðinn svo stór og sætur ;)
Litlu prinsessurnar alveg svakalega heppnar að eiga svona æðislegann stóra frænda
Báðar prinsessurnar vaknaðar í kringum 9, búnar að koma okkur fyrir í sófanum og kveikja á ScoobyDoo ;)
Gott að kúra allar saman fullar af hamingju og ást :)
Átti bestu samræður við litlu prinsessuna áðan, alveg hljóðlaust, gerði bara eins svipi á móti og hún varð strax mun áhugameiri og hélt áfram að tjá sig aðeins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2012 | 15:07
Þá er hún komin <3
6.nóv ákvað daman að það væri kominn tími til að koma í heiminn og að það ætti að gerast NÚNA STRAX
Guðni fór að svæfa Bergrósu um 9 og hún var frekar óþekk og neitaði að fara að sofa,
sem var mjög spes því hún kúrir alltaf með pabba sínum og sofnar strax, sjaldan sem hún mótmælir svona rosalega
Ég var með einhverja samdrætti eins og síðustu kvöld þannig ég fann eitthvað að horfa á þannig við gætum haft það kósí þegar hann kæmi fram en svo um 10 var ég byrjuð að fá reglulega samdrætti á 5-10mín fresti þannig ég fór inn til þeirra og sagði Guðna að ég héldi að ég væri að fara af stað :)
Leyfðum Bergrósu að koma fram og hjálpa að gera allt reddí, Guðni byrjaði að fylla sundlaugina af vatni og hjálpaði mér að taka tímann á milli samdráttanna
klukkan 23.08 hringdi hann í ljósuna því samdrættirnir voru á 2-4 mín fresti og hún sagðist vera að koma, hann kláraði að fylla uppí laugina og ég fór inná klósett að gubba, Bergrós elti mig og stóð hjá mér
Ég kallaði svo á Guðna smástund seinna því vatnið fór og ég fann rembinginn vera að koma og gat ekki staðið upp, hann kom hlaupandi og ég fann rembinginn koma og sagði að hann yrði að taka á móti barninu því það væri að koma NÚNA, Bergrós strauk á mér bakið og sagði að þetta væri allt í lagi
Fyrsti rembingurinn kom svo strax og hausinn allur með honum og næsti fylgdi fljótt á eftir og allur búkurinn með, Guðni hetja hélt stolltur á litla englinum sem gaf strax frá sér hátt org
Ég knúsaði Bergrósu og sagði henni hvað hún hafði verið dugleg að hjálpa mömmu að ná í lillabeibí, stóð svo upp og fékk litla kjánann í fangið, Guðni stökk fram, hringdi aftur í ljósuna og gerði sófann kósí þannig við gætum komið okkur fyrir þar og Bergrós fylgdi mér fram, settist svo við hliðiná mér í sófanum og skoðaði litla kjánann stollt og þurkaði hausinn með gasbleiu og sagði okkur að það þyrfti að þurrka skítugtið :) kíkti svo á kynið á molanum og komst að því að ég ætti núna 2 prinsessur
Ljósan kom stuttu seinna, rétt missti af öllu og var mjög stollt af Guðna að geta þetta
Litla krúttið tók strax brjóst og drakk bara og drakk, ljósan skoðaði hana aðeins og sagði að allt liti bara rosalega vel út, litla krúttið fæddist 11.28/29, 50cm og 3,7kg
Með dökkann lubba og alveg eins og stóra systir sín þegar hún fæddist :)
Bergrós sofnaði svo ekki fyrr en um 1 um nóttina þegar spennan minnkaði loksins aðeins :)
Við Guðni vöktum aðeins áfram, daman drakk stanslaust í 2klst eftir fæðinguna og drakk svo aðeins meira rétt áður en við fórum að sofa i kringum 4 :)
Ég vaknaði svo um 7-8 og tók kjánann uppí til okkar, hún var búin að losa hendurnar og neitaði að hafa þær inní teppinu þannig hún var með kalda putta
Bergrós sniglaðist sofandi alveg að henni og setti hendina utanum hana, litla fékk svo smá að súba og alltaf ef ég færði hana smá kom Bergrós strax á eftir og hélt utanum hana, þær sváfu svo þannig í kúri í allavega klukkutíma og Guðni hjá þeim, hann náði samt að vakna á undan þeim og sjá þær saman
Daman drakk svo vel allann daginn og Bergrós rosa dugleg alltaf að hjálpa til, ljósan kom seinni partinn og skoðaði hana og mig og allt í gúddí og svo komu mamma, pabbi og Kristján um kvöldmatarleytið að sjá prinsessuna, talaði við Katrínu á skæp með smá erfiðleikum afþví ég nota myndavélina víst ekki nógu oft til þess að fá öppdeitin sem hún þarf og þurfti að stoppa samtalið, öppdeita og byrja aftur því myndavélin hætti bara að virka ;)
Bergrós var rosalega ánægð að tala við Katrinu en missti af ömmu, afa og Kristjáni frænda afþví hún var orðin svo þreytt að hún sofnaði inní stofu og Guðni fór með hana uppí rúm
Þau koma svo aftur á eftir því Guðni er að vinna í allann dag, fór um 10 og er að fara á námskeið hjá vinnunni beint eftir vinnu ;)
Bergrós rosalega dugleg að ná í og skila hlutum fyrir mig og ennþá auðvitað soldið mikið spennt og þessvegna soldið hoppandi útum allt og aðeins erfið, en ekkert sem ég ræð ekki við :)
*ofurmamman sem lyftir stóru stelpunni uppá klósettið, krjúpandi fyrir framan það með litlu stelpuna á brjóstinu á meðan, setur svo nýja bleiu á báða bossana og skellir í vél ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2012 | 09:58
1. nóvember !!
Jæja, þá er loksins kominn nóvember !!
Fórum á þriðjudeginum í bankann að láta opna auðkennislykilinn minn því Bergrós náði í hann og læsti honum ;)
Hún lék sér með plast dýrin (einhversskonar skraut) Bergrós búin að færa þau til og láta þau kissast, sagði að þetta væru "muu" og svo að stóra "muu-ið" væri pabbi og litla væri Bergrós :)
lyfti þeim upp og lét pabba sinn knúsa "muu-ið" á meðan ég var að pikka inn nýtt lykilorð í auðkennislykilinn ;)
Fórum svo í gær til svíþjóðar, keyptum jólagjöf handa Írisi og Erlu og svo í matinn, eigum núna hakk og kjöt fyrir restina af árinu og meira en nóg af hveiti fyrir allann jólabaksturinn, hehe
Keyptum nærbuxur handa Bergrósu :D
Hún er svo bara búin að vera í þeim í dag en ekki með bleiu og ýkt dugleg að láta vita þegar hún þarf að pissa og ekkert smá stollt af flottu skýja nærbuxunum sínum :D
Kominn nóvember þannig það "má" byrja að skreyta fyrir jólin, hehe og svo má litla krúttið fara að láta sjá sig bráðum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)