27.9.2012 | 07:31
Þreytt
Sofnaði í kringum 11 afþví ég var orðin svo rosalega þreytt, erfitt að vera með stóra kúlu framaná sér og hlaupa á eftir 2 ára barni allann daginn ;) en mig dreymdi illa aftur og aftur og vaknaði nokkrum sinnum við það að Guðni væri að láta mig leggjast niður aftur þar sem ég settist bara upp og sofnaði svo strax aftur sitjandi...
Vaknaði aðeins við það þegar hann var að fara í vinnuna klukkan 7 í morgunn en var allt of þreytt til að fara framúr þannig ég kúrði mig bara hjá Bergrósu og svaf til 8 :)
Fór þá framúr án þess að vekja hana til að fá smá "frið" og svo hún fengi að sofa lengur :)
Ekki jafn skítkalt og hefur verið undanfarna viku þannig ofninn hefur gert sitt gagn á lægstu stillingu, erum ekki að týma að kveikja á mörgum þannig einn verður bara að duga og hann er inni hjá okkur.. Ætluðum að kveikja bara á þessum sem er í svefnherberginu hennar Bergrósar en hann virðist ekki virka, er í sambandi og það er kveikt á honum en þótt við setjum hann í botn gerist ekkert og það er hægt að snúa takkanum í hringi :/
Jæja þá eru 2 leyndir gallar á íbúðinni, hinn er sturtann, tvöfaldur galli á henni þar sem hún lekur (ss flæðir vatn yfir allt baðherbergið þegar við förum í sturtu) og önnur hurðin er eiginlega bara ónýt og dettur hálfpartinn úr... voða gaman og til þess að gera gleðina meiri held ég að það sé raka-mygla að myndast fyrir ofan sturtuna... veiiij svaka fjör, hehe
Farin að fá mígreni á næstum hverjum degi og finn inná milli aðeins til í lífbeininu, samdrættirnir eru oftast vægir en eiga það til að endast allann daginn þannig ég get bara ekkert gert en annars er heilsan bara 100% og meðgangan gengur ótrúlega vel og allt of hratt, hehe
Mér líður eins og það hafi bara verið fyrir mánuði sem ég fékk jákvætt á prófi en ekki fyrir 7 mánuðum....
.....
Eiginlega alveg búin að undirbúa komu krúttsins, keypti grind með skúffum í jysk (rúmfó) og búin að raða barna fötunum í hana, búin að kaupa ullar sett í 2 minnstu stærðunum því það mun verða kalt í vetur og ég gat ekki staðist 50% afsláttinn þótt ég var varla komin 12 vikur þegar það var keypt, hehehe
Komin með vögguna, bílstóllinn bíður uppá háalofti og mamma var svo æðisleg að kaupa gullfallegann vagn, lítill og krúttlegur og alveg nákvæmlega það sem ég hafði hugsað mér! Var að skoða brúna og bláa vagna en vildi ekki hafa þá of einfalda en samt frekar einfalda og hún fann dökkbláann "rúðustrikaðann" (finnst orðið köflótt ekki passa við) línurnar eru hvítar og það er skiptitaska í stíl með og svo grind undir, gæti ekki hafa valið betur sjálf! :)
Búin að panta mér bleiur og setja í skiptiborðið, á bara eftir að forþvo þær svo það séu engin efni úr framleiðslunni eftir í þeim og þá er allt reddí :D
Keypti brjóstagjafapumpu og svona bakka til þess að frysta mjólkina í stangir þannig ég get stjórnað magninu betur heldur en með svona pokum og þá tekið úr frysti eftir þörf :)
Ætla að gera barnamatinn sjálf, komin með töfrasprota og eina bók um næringu ungbarna sem er með uppskriftir af grautum og mauk, vantar bara sílíkon klaka box til þess að frysta í svo ég geti fryst bara litla kubba og sóa þá ekki fullt af mat, þá endist hann líka lengur ;)
Býð núna bara spennt eftir að krúttið kemur, stutt eftir ;)
-sett 13.nóv samkvæmt 20vikna sónar (7.nóv samkvæmt tíðarhring)
Vaknaði aðeins við það þegar hann var að fara í vinnuna klukkan 7 í morgunn en var allt of þreytt til að fara framúr þannig ég kúrði mig bara hjá Bergrósu og svaf til 8 :)
Fór þá framúr án þess að vekja hana til að fá smá "frið" og svo hún fengi að sofa lengur :)
Ekki jafn skítkalt og hefur verið undanfarna viku þannig ofninn hefur gert sitt gagn á lægstu stillingu, erum ekki að týma að kveikja á mörgum þannig einn verður bara að duga og hann er inni hjá okkur.. Ætluðum að kveikja bara á þessum sem er í svefnherberginu hennar Bergrósar en hann virðist ekki virka, er í sambandi og það er kveikt á honum en þótt við setjum hann í botn gerist ekkert og það er hægt að snúa takkanum í hringi :/
Jæja þá eru 2 leyndir gallar á íbúðinni, hinn er sturtann, tvöfaldur galli á henni þar sem hún lekur (ss flæðir vatn yfir allt baðherbergið þegar við förum í sturtu) og önnur hurðin er eiginlega bara ónýt og dettur hálfpartinn úr... voða gaman og til þess að gera gleðina meiri held ég að það sé raka-mygla að myndast fyrir ofan sturtuna... veiiij svaka fjör, hehe
Farin að fá mígreni á næstum hverjum degi og finn inná milli aðeins til í lífbeininu, samdrættirnir eru oftast vægir en eiga það til að endast allann daginn þannig ég get bara ekkert gert en annars er heilsan bara 100% og meðgangan gengur ótrúlega vel og allt of hratt, hehe
Mér líður eins og það hafi bara verið fyrir mánuði sem ég fékk jákvætt á prófi en ekki fyrir 7 mánuðum....
.....
Eiginlega alveg búin að undirbúa komu krúttsins, keypti grind með skúffum í jysk (rúmfó) og búin að raða barna fötunum í hana, búin að kaupa ullar sett í 2 minnstu stærðunum því það mun verða kalt í vetur og ég gat ekki staðist 50% afsláttinn þótt ég var varla komin 12 vikur þegar það var keypt, hehehe
Komin með vögguna, bílstóllinn bíður uppá háalofti og mamma var svo æðisleg að kaupa gullfallegann vagn, lítill og krúttlegur og alveg nákvæmlega það sem ég hafði hugsað mér! Var að skoða brúna og bláa vagna en vildi ekki hafa þá of einfalda en samt frekar einfalda og hún fann dökkbláann "rúðustrikaðann" (finnst orðið köflótt ekki passa við) línurnar eru hvítar og það er skiptitaska í stíl með og svo grind undir, gæti ekki hafa valið betur sjálf! :)
Búin að panta mér bleiur og setja í skiptiborðið, á bara eftir að forþvo þær svo það séu engin efni úr framleiðslunni eftir í þeim og þá er allt reddí :D
Keypti brjóstagjafapumpu og svona bakka til þess að frysta mjólkina í stangir þannig ég get stjórnað magninu betur heldur en með svona pokum og þá tekið úr frysti eftir þörf :)
Ætla að gera barnamatinn sjálf, komin með töfrasprota og eina bók um næringu ungbarna sem er með uppskriftir af grautum og mauk, vantar bara sílíkon klaka box til þess að frysta í svo ég geti fryst bara litla kubba og sóa þá ekki fullt af mat, þá endist hann líka lengur ;)
Býð núna bara spennt eftir að krúttið kemur, stutt eftir ;)
-sett 13.nóv samkvæmt 20vikna sónar (7.nóv samkvæmt tíðarhring)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning