28.9.2012 | 06:04
Þoka :)
Jæja.. vaknaði fyrir klukkan 7 í dag við alveg svakaleg læti, Bergrós hafði vaknað eitthvað í nótt og komið uppí þannig ég var með hana alveg inní andlitinu á mér og kramin við vegginn, lætin héldu áfram og Guðni ekki við hliðiná okkur þannig ég náði að smeigja mér frá barninu og kíkja fram, bara svona til að gá hvort Guðni væri með þessi svakalegu læti eða hvort það væri innbrotsþjófur að rústa stofunni...
Það var auðvitað Guðni, að taka til með svakalegum látum FYRIR KLUKKAN 7 UM MORGUNINN...
En það var allavega ekki kalt eins og síðust morgna, eiginlega bara frekar kósí þannig ég kom frekar fram en að fara uppí rúm aftur, hann hélt aðeins áfram nema án láta þar sem Bergrós var ennþá sofandi og ég ætlaði að halda því þannig... Það er greinilega alveg rétt hjá henni að pabbi hennar getur verið algjör sauðu, ég hefði ekki vaknað ef hann hefði lokað/hallað inn til okkar en ekki bara haft hurðina galopna, hehe :)
Hann fór svo rétt yfir 7 því hann á að mæta 8 í dag eins og í gær, sem er fínt því þá er hann búinn á milli 4-5 en ekki 6-7 eins og vanalega og getur þá eytt seinnipartinum með okkur en ekki bara restinni af kvöldinu :) svo er hann í fríi á morgunn sem verður rosalega kósí :)
Spurning hvort við nýtum morgundaginn í að taka til og förum kannski snemma í svíþjóðarferðina að kaupa í matinn fyrir mánuðinn, þá getum við notað sunnudaginn í að klára að þrífa og byrja að baka og svo er hann í smá fríi í byrjun næstu viku, kannski 2-3 daga, þannig við ættum að ná miklu baki, hreingerningum og fleiru skemmtilegu á þeim tíma og ég get þá bara slappað af að mestu leiti restina af meðgöngunni :)
Væri fínt ef við munum eftir því að kaupa pumpu fyrir sundlaugina þannig það sé allt reddí, ættum að geta gert það í leiðinni í svíþjóð :)
Svo vantar okkur örbylgjuofn og fara með hraðsuðuketilinn í viðgerð þar sem hann er hættur að virka.. :)
Ég sé varla húsið á móti fyrir þoku og það er alveg kominn vetrar-jóla fílíngur hjá okkur :D allavega hjá mér og Bergrósu, hehehehe, langar svo mikið að byrja að skreyta og vill helst vera búin með sem mest áður en krúttið kemur þannig ég geti slappað meira af með krílinu og svo eytt meiri *alone-time* með Bergrósu á meðan krílið sefur svo hún fái nú almennilega athygli :D
Jææææjaaa, Bergrós vöknuð, fór til hennar og hún sagði "nei, mamma ekki taka skóinum" hehehe algjör kján, ætlum að fara að leika :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning