1.10.2012 | 17:57
1.Október :)
Kominn október, finn vel hvað það er ógeðslega stutt eftir ;)
Var vakin um miðja nótt þegar Guðni ákvað að rífa sængina mína af mér og neita að skila henni (í svefni) Bergrós var þá komin uppí og lá öfugt í rúminu á milli okkar þannig ég gat ekki bara troðið mér undir sængina líka og var alltof þreytt til að fara og leita að annarri sæng þannig ég sofnaði bara aftur, vaknaði svo ísköld í kringum 5-6 og vakti Guðna og fækk sængina mína aftur og var alveg að sofna þegar Bergrós ákvað að vakna og vilja bara knúsa mig og kúra inní andlitinu á mér þannig ég gat ekkert sofnað aftur.. gafst svo upp eftir klukkutíma og 40mín og fór uppí rúmið hennar Bergrósar og kúrði þar ein, haha :)
Endurröðuðum í skápana og náðum að fara yfir svakalega mikið dót, færðum aðeins til húsgögn líka :)
Fórum og sögðum hæ við músina í morgunn og Bergrós var svo ánægð að gera tístihljóð og fékk að vera smá aaaa góð við músina :) Kipptum gítörunum okkar með heim og 2 kössum merktum okkur sem við ætlum að klára að fara yfir í kvöld eða á morgunn :)
Komin með skáp inná baðherbergi þar sem ég get raðað betur bleiunum og öllu dótinu þar, vorum bara með pínu lítinn skáp fyrir og handklæðin öll í skiptiborðinu ;)
Fórum svo út að hoppa í pollum og skoða voffana í hverfinu, Bergrós sussaði bara á þá þegar þeir geltu og sagði þeim að þeir ættu ekki að vera með læti, alls ekkert hrædd við þessa stóru hunda, haha ;)
Guðni hengdi svo upp drekafánann minn fyrir ofan sjónvarpið og við þvoðum utanaf öllum stólum og sófapúðum :)
Ætla að fara á óléttu-kaffihúsa-hitting á miðvikudaginn í osló :)
Og ef við verðum ekki of mörg get ég verið með "íslenskar mæður í noregi" hitting hérna heima í október, hef aldrei haft hitting hjá mér þannig það verður spennó :D og þá þarf ég ekki að vera að dröslast eitthvert út á síðustu vikunum, haha :)
Ætla að fara að taka úr þvottavélinni á meðan Guðni svæfir Bergrósu og ganga aðeins meira frá ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning