3.10.2012 | 16:00
Alveg að leka ;)
Vá hvað ég er sjúklega þreytt! Fórum í Osló og var rétt komin þegar ég finn eina af hittingnum, hinar 2 voru ekki lengi að láta sjá sig ;) 2 þeirra búa í osló og þá ekki langt að fara og þriðja í ski, hún á að eiga 3 dögum á eftir mér og er með 20 mánaða stelpu fyrir (sem verður 2 ára í desember) þannig bara nóg að gera ;)
Fórum í Oslo city senter og borðuðum á asíska veitingarstaðnum (heitir nam-nam eða eitthvað álíka)
Fékk mér bara núðlur með kjúlla af hádegistilboðinu, sem var fínt, hef farið þarna 1x áður með Guðna og fékk mér þá einhvern vírd fiskirétt, hehe, en Bergrós fékk sér pulsu og franskar og hin stelpan (þessi 20mánaða) fékk nagga og franskar, þær voru svo rosalega duglegar að skiptast á frönskum og deila með hvor annarri og fengu aðeins að hlaupa um :) Hittu svo aðra stærri stelpu (kringum 5 ára) og töluðu smá við hana og komu svo aftur orðnar frekar lúnar og þyrstar :)
Skoðuðum nokkrar búðir og hringdi svo í Guðna sem skoðaði búðir á meðan við vorum að óléttast saman og hann kom og hitti okkur þar sem við vorum og við fórum 3 saman niðrá neðstu hæðina og fengum okkur ís :)
Var svo orðin alveg uppgefin og Guðni átti að mæta á fund í vinnunni kl 6 þannig við röltum á lestarstöðina, keyptum miða og fórum að lestarteinunum og settumst niður, vorum rétt búin að setjast þegar lestin kom og vorum víst mjög heppin að lenda á lest sem stoppar á miklu færri stoppustöðvum en þessi sem við tökum vanalega, þannig við vorum bara strax komin :)
Situm núna 2 saman í sófanum, Bergrós með popp og ég með vatn, báðar alveg að leka úr þreytu að kúra okkur í teppi :) Guðni farinn á fundinn og verður vonandi ekki of lengi (býst við því að hann komi aftur um 8) Það verður sko farið snemma að sofa í kvöld, hehe :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning