4.10.2012 | 14:55
ÓGISSLA STUTT EFTIR :)
34 dagar í 7.nóvember, settur dagur samkvæmt tíðarhring og egglosi
40 dagar í 13.nóvember, settur dagur samkvæmt 20vikna sónar
er samt eiginlega að vona að barnið komi bara 1.nóv svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ganga framyfir og þarf ekki að bíða lengur, hehe, langar mest að blása upp sundlaugina núna og fá krúttið bara í fangið en það er kannski soldið snemma ennþá ;) :P
Komin nokkur nöfn uppí huga og erum að skoða flottar samsetingar, ætlum að hafa nafnaveisluna á milli jóla og nýárs, sjá hvort amma og afi ákveði að koma til noregs á þeim tíma og hafa þá veisluna þegar þau eru hérna, annars verður Katrín hérna og við getum auðvitað verið með skype opið fyrir Írisi og Erlu (veit að þær myndu vilja vera með þegar nafnið er tilkynnt) svo verður kannski bara hringt í einhverja ættingja og tilkynnt nafnið áður og svo bara skellt á facebook fyrir alla (þá auðvitað mynd af kökunni og barninu og öllu saman) :)
Er komin með 2 nýja brjóstarhaldara og á núna 3 samtals, þessi þriðji er samt voðalega lúinn og teygður, haha, en þetta var í fyrsta skipti sem ég finn fallega og þæginlega brjóstarhaldara sem eru til í minni stærð! :D og þá í búð en ekki á netinu, hætti alltaf við að panta af bravissimo þótt þeir séu svo fallegir og ódýrir því ég nenni ekki að senda til baka og fá aðra stærð ef þeir passa ekki :(
er samt að spá í að kaupa 1-2 gjafahaldara þar, ss spangarlausa til þess að minka stálma og stíflur þegar krúttið er komið, sjáum til hvort ég "þori" því, hehe :)
einn daginn mun ég eiga allavega 10 sem munu allir passa þæginlega og vera fallegir!!!! :)
Guðni ætlar svo að tala við yfirmanninn í vinnunni sinni því hann getur ekki unnið þarna áfram ef hann fær bara 80% vinnu (þeir voru búnir að lofa honum 100% þegar samningurinn rynni út og hann fengi nýjann en hann fékk svo bara 8ö%) það tekur bara allt of langann tíma að keyra þangað og bensínkostnaðurinn því óþarfa hár, það er næstum búið að klára að byggja KIWI í hverfinu og þá getur hann rölt og spjallað við yfirmann þar og séð hvort þeir séu með 80% lausa stöðu, en þá er auðvitað ekkert bensín í vinnuna þannig hann þyrfti ekki meiri vinnu (þeir eru ekki með 100% laust en þeir eru með hlutavinnu lausa og við búum í 5mín göngufjarlægð þannig það gæti verið að hann fengi fínt hlutfall) :) annars ætlar hann að reyna að finna vinnu inní bænum hérna (tekur ca 20-30 mín að labba þangað!) og svo skoða meira í kring eins og í Ski (tekur 20-30min að keyra) og hafa bara 30mín akstur sem algjört hámark og þá helst 100% vinnu með :)
En það tekur ss 40-50 mín fyrir hann að keyra í vinnuna núna þannig þegar hann er að vinna í 8klst er hann í burtu í 10klst! stundum lengur afþví þeir gátu ekki misst hann fyrr eða hann þarf að fara á 1-5klst langann fund :/ hann fær samt borgað fyrir alla funda og námskeið þannig það er fínt (og aksturinn fram og til baka á fundinn)
Hann ætlar samt að vera þarna allavega út árið, það eru námskeið í nóvember þar sem er kennt að búa til jólamat, nokkrir mismunandi réttir og fleira skemmtilegt, svo er eitthvað ostanámskeið held ég :) hann er alveg frekar spenntur fyrir þeim, enda hefur hann alveg óendanlega mikinn áhuga á mat og matargerð og ekki verra að fá borgað fyrir að læra að gera góðann mat ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning