Samdrættir og sprikl <3

Jæja, búin að skella í þvottavél og hengja upp úr henni, setja í uppþvottavélina og kveikja og fara út með ruslið, fékk að sofa út í dag því Guðni átti ekki að mæta fyrr en 3 þannig hann var heima allann morguninn að ganga aðeins frá og leika við Bergrósu :)

Tók hakk úr frysti í gær svo við stelpurnar gætum fengið okkur hakk og spakk, Guðni er að vinna til lokunar (sem er 9 í dag, hann er svo 3-lokunar á mrg líka en það er bara opið til 8 á laugardögum)
Þannig hann mun annað hvort fá sér kalt hakk og spakk, því við erum ekki komin með örbylgjuofn, eða borða í vinnunni.. :)

Ætlum kannski að reyna að kíka á farmersmarket á morgunn (ef við munum eftir því, hehe) og svo baka kanilsnúða og kannski hafraklatta líka :)

Litla skottan var svakalega lúin í hádeginu þannig Guðni fór með hana uppí rúm að kúra, klukkutíma seinna kom hann svo ýkt myglaður fram aftur og hafði þá verið sofandi í ca 20-30 mínútur með henni, hún hélt svo áfram að sofa í alveg klukkutíma í viðbót, þannig hún er mikið rólegri núna (harðneitar yfirleitt að sofa á daginn) og er búin að vera að dunda sér við að búa til matinn inní dótaherbergi og fékk svo aðeins að horfa á Jelly Jamm :)

Er aðeins búin að vera með samdrætti en næ ekki að slaka almennilega á því krúttið fer alltaf að sprikla, greinilega ekki sátt við það að legið dregst aðeins saman og minnkar þá plássið, það er bara spriklað og svo ýtt úr í allar áttir, með litla bossann við vinstri rifbeinin og hæla í hægri hliðinni, rosa kósí, hehe :) finn svo smá hiksta inná milli og lítið handasprikl :)

Svo er búið að vera allt of mikill raki hérna, þyrfi að eiga eitthvað tæki sem myndi minnka rakann í loftinu.. það var alveg svakaleg raka lykt hérna inni og þvotturinn óvenjulengi að þorna, svo núna erum við með opna glugga og kveikt á kertum, vorum aðeins með kveikt á reykelsi áðan og rakalyktin eiginlega alveg farin, bara svona kósí lykt eftir :)

Væri sko alveg til í smá pepsi núna en við ákváðum að prófa að kaupa ekkert gos í mánuðinum, allavega ekkert pepsi, munum kannski kaupa first price appelsín eða eitthvað álíka, sem kostar 4x minna en pepsi, hehe :P

Var að panta wet/dry poka til þess að hafa á vagninum undir skítugu bleiurnar (og hreinu, hólfin eru aðskilin með vatnsheldu pul-efni á milli) geðveikt sætur poki, með blóma munstri og svo rennilás á báðum hólfunum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband