Laugardagur :)

Átti svo kósí kvöld með skottunni í gær, fórum saman í sturtu, sátum á sturtubotninum og vorum að leika með dótið og skvetta útum allt, svo tók hún sturtu hausinn og var að sprauta á mig og bað mig um að sprauta á bakið á sér ;)
Fengum okkur smá að drekka og fórum svo að tannbursta og svoleiðis og settumst uppí rúm að lesa bók :)
Hún sýndi mér öll dýrin í bókinni og sagði mér hver væri hvað og kúrði svo hjá mér og bað mig um að gera "gott í bakið" hehe, bað mig svo um að sitja hjá fótunum á sér og gera "gott í tásurnar" og syngja fyrir hana, engin smá dekurrófa ;) fær bara baknudd og fótanudd og kúr :)
Sagði henni svo að loka augunum og hún gerði það og sofnaði eiginlega alveg strax :)

Svo hringdi Guðni stuttu eftir að ég kom fram aftur (rétt yfir 9) og lét mig vita að hann væri búinn og væri að leggja af stað heim :) Kom svo heim um 10 soldið þreyttur eftir langann dag ;)

Fórum í Ski storsenter áðan að kaupa inn nokkrar jólagjafir, rosalega lítið eftir sem þarf að gera þannig við ættum að ná að gera eiginlega allt reddí fyrir jólin rétt eftir að krúttið kemur :)

Ætlum að fara til mömmu á morgunn, og borða og leyfa Bergrósu að hlaupa aðeins um þar og kannski æsa afa sinn aðeins upp ;)

Bergrós er búin að vera á fullu að syngja og spila á gítar, syngur bara eitthvað bull og spilar alveg næstum í takt við bullið :) skemmtir sér alveg svakalega mikið, verst að hún á mjög erfitt með að halda á risastórum gítar þótt hún reyni það nú alveg aftur og aftur :) fékk að spila með gítarnögl og valdi að spila frekar með fjólubláu nöglinni með mynd af skjaldböku heldur en grænu þar sem myndin er eiginlega farin af ;)

svo var hún svakalega þreytt þannig hún er núna sofandi, verður örugglega rosalega hress eftir góðann lúr og heldur áfram að dunda sér og kannski spila aðeins meira :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband