8.10.2012 | 15:08
Mánudagur :)
Fórum til mömmu í gær í hádegismat :)
Fengum lambakjöt og grænmeti og Bergrós fékk rosalega fallegann kjól frá ömmu sinni sem var búin að vaka langt fram á nótt til þess að klára hann :) Rauður með hello kitty, mjúkur og hlýr prjónaður kjóll sem á eftir að nýtast vel í vetur ;)
Litla skottið vaknaði svo seint um kvöldið og grét bara, illt í litla mallanum sínum, kúrði sig hjá okkur og sagði bara nei við öllu þangað til ég spurði hvort hún vildi horfa á Jelly Jamm, hún vildi það og svaraði svo loksins hvað var að og sagði að hún væri með meiddi í mallanum, prumpaði svo helling og varð alveg róleg aftur (vont að vera svona full af lofti) sofnaði svo strax og Guðni líka þannig ég var ein eftir vakandi að horfa á Jelly Jamm, hehehe, kláraði bara þáttinn og slökkti á tölvunni og fór líka að sofa ;)
Vöknuðum svo öll hress í morgunn og fengum okkur að borða og löbbuðum svo út í maxbo g keyptum litla sög og nokkrar gerðir af sandpappír :)
Erum að byrja að dunda okkur aðeins ;)
Guðni er svo búinn klukkan 7 í dag (kemur þá heim um 8) og þá getum við haldið áfram að dunda okkur aðeins ;) Erum að byrja að gera viðarlokka og svoleiðis :)
Erum svo að fara að hitta ljósuna á fimtudaginn og kíkja í Kiwi sem á að opna í hverfinu á fimtudaginn :D sjá hvort það verði einhver tilboð og hversu hátt hlutfallið er á hlutastarfinu ef það vantar ennþá í það (og hafa annars inni umsókn ef það vantar ekki í það strax)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning