19.10.2012 | 07:44
Kúrilíus :)
Vöknuðum um miðja nótt við yndislegu dóttirina kalla "pabbi! ég sofa mömmurúmi!"
Guðni fór og náði í hana og hún kúrði sig alveg inní andlitið á mér og passaði að ég héldi vel utanum hana ;) svo ef ég sneri mér við klifraði hún bara yfir mig og kúrði sig aftur inní andlitið á mér ;) algjör kjáni :)
Vaknaði svo rétt fyrir 8 og passaði að vekja ekki kjánann, fór fram og talaði aðeins við Guðna, hann fór svo um 8 að vinna (9-5 dagur)
Er með smá bjúg, líklegast eftir pizzuna í gær, en það er samt búið að minnka soldið á síðasta klukkutímanum ;)
Er búin að vera að lesa soldið um Elimination Communication (EC) og ætla að finna leið sem mun hennta okkur og prófa með litla kjánann þegar hann/hún kemur :)
Ein inná taubleiutjattinu var að tala um að barnið hennar hætti með næturbleiuna 18mán og fór með enga bleiu í leikskólann 22mán, sem væri auðvitað bara draumur, sérstaklega afþví það taka ekki allir leikskólar vel í tauið (veit samt ekkert hvernig það er með leikskólana hérna í noregi)
Svo er Bergrós að fara að hætta með bleiu bráðum, er að vona að við getum klárað það áður en það kemur að leikskólanum (sem ég veit ekki hvenær verður því við erum ekki búin að sækja um) en það mun samt ekki gerast almennilega fyrr en ég er búin að eiga því það er frekar erfitt að stökkva bara á fætur og fara með henni á klósettið reglulega með risakúlu framaná mér og þá sérstaklega ef ég er með samdrætti akkúrat á meðan ;)
En hún er rosalega dugleg að pissa í klósettið og við fórum meirað segja út í búð í gær með hana bleiulausa og það var bara ekkert mál :)
Trúi því varla að hún sé orðin svona stór
Er með litla matarlyst þannig ég fékk súkkulaði köku í morgunmat, haha, kannski erfitt að vera með mikla matarlyst þegar krúttið í bumbunni er orðið svona stórt og þrýstir á líffærin ;)
Við Bergrós erum búnar að hlusta mikið á jólalög og hún velur sérstaklega Snæfinnur snjókarl og Eitthvað inní strompnum og vill hlusta á þau aftur og aftur ;) krefst þess svo að ég syngi með og svo reynir hún sjálf að syngja með, hún er farin að ná alveg frekar mikið af textanum í fyrra laginu en bara einu og einu orði í hinu, svo bullar hún bara restina ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning