23.10.2012 | 07:51
Þriðjudagur :)
Litla kjánaprikið vaknaði þegar Guðni var að gera sig reddí fyrir vinnuna, ss rétt að verða 7 í morgunn, allt dimmt og hún skildi ekkert hvað var í gangi, kom að kúra hjá mér og varð svo alveg brjáluð þegar hann slökkti á ganginum og fór og kallaði á hann aftur og aftur, harð ákveðin í að hann átti að kúra líka því það væri sko nótt, ennþá rosalega dimmt og hann átti sko ekkert að vera að fara út "í nóttinni" !!
knúsaði mig svo og jafnaði sig, var ennþá frekar sár þrátt fyrir kúr þannig ég spurði hana hvort hún vildi koma og kúra í sófanum og hún vildi það, kveiktum á teiknimyndum og kúrðum með sæng..
Svo nennti hún ekkert að horfa á teiknimyndir og bað mig um að setja "kóngurklár" þannig ég opnaði youtube playlistann hennar með xboxinu með fullt af krakkalögum, þám lög úr konungur ljónanna ;)
Gerði svo graut fyrir hana og egg fyrir mig, heitt kakó fyrir okkur báðar og borðuðum í sófanum og fengum okkur svo kakó þegar við vorum búnar að borða :)
klukkan að detta í 10 og hún er ennþá, 3 klst seinna, viss um að pabbi sé sko alveg að koma heim aftur <3
Ein sem ætlar að vera soldil pabbastelpa :)
Hljóp af stað í gær um leið og hún heyrði í lyklinum og kallaði að pabbi væri kominn heim og knúsaði hann og talaði helling við hann (mjög mikið af því var ekki skiljanlegt en hún var mjög ákveðin að tala við hann á fullu og svo að segja honum hvað hún var búin að vera dugleg yfir daginn) :)
komin 37v-37v&6d og á þá 15-21 daga eftir í settann dag .. :)
Ljósan kemur á morgunn og svo er það bara að bíða eftir litla krúttinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning