Þá er hún komin <3

6.nóv ákvað daman að það væri kominn tími til að koma í heiminn og að það ætti að gerast NÚNA STRAX
Guðni fór að svæfa Bergrósu um 9 og hún var frekar óþekk og neitaði að fara að sofa,
sem var mjög spes því hún kúrir alltaf með pabba sínum og sofnar strax, sjaldan sem hún mótmælir svona rosalega
Ég var með einhverja samdrætti eins og síðustu kvöld þannig ég fann eitthvað að horfa á þannig við gætum haft það kósí þegar hann kæmi fram en svo um 10 var ég byrjuð að fá reglulega samdrætti á 5-10mín fresti þannig ég fór inn til þeirra og sagði Guðna að ég héldi að ég væri að fara af stað :)

Leyfðum Bergrósu að koma fram og hjálpa að gera allt reddí, Guðni byrjaði að fylla sundlaugina af vatni og hjálpaði mér að taka tímann á milli samdráttanna

klukkan 23.08 hringdi hann í ljósuna því samdrættirnir voru á 2-4 mín fresti og hún sagðist vera að koma, hann kláraði að fylla uppí laugina og ég fór inná klósett að gubba, Bergrós elti mig og stóð hjá mér

Ég kallaði svo á Guðna smástund seinna því vatnið fór og ég fann rembinginn vera að koma og gat ekki staðið upp, hann kom hlaupandi og ég fann rembinginn koma og sagði að hann yrði að taka á móti barninu því það væri að koma NÚNA, Bergrós strauk á mér bakið og sagði að þetta væri allt í lagi

Fyrsti rembingurinn kom svo strax og hausinn allur með honum og næsti fylgdi fljótt á eftir og allur búkurinn með, Guðni hetja hélt stolltur á litla englinum sem gaf strax frá sér hátt org InLove

Ég knúsaði Bergrósu og sagði henni hvað hún hafði verið dugleg að hjálpa mömmu að ná í lillabeibí, stóð svo upp og fékk litla kjánann í fangið, Guðni stökk fram, hringdi aftur í ljósuna og gerði sófann kósí þannig við gætum komið okkur fyrir þar og Bergrós fylgdi mér fram, settist svo við hliðiná mér í sófanum og skoðaði litla kjánann stollt og þurkaði hausinn með gasbleiu og sagði okkur að það þyrfti að þurrka skítugtið :) kíkti svo á kynið á molanum og komst að því að ég ætti núna 2 prinsessur InLove

Ljósan kom stuttu seinna, rétt missti af öllu og var mjög stollt af Guðna að geta þetta
Litla krúttið tók strax brjóst og drakk bara og drakk, ljósan skoðaði hana aðeins og sagði að allt liti bara rosalega vel út, litla krúttið fæddist 11.28/29, 50cm og 3,7kg
Með dökkann lubba og alveg eins og stóra systir sín þegar hún fæddist :)184845_10151117789078133_1868702145_n.jpg

Bergrós sofnaði svo ekki fyrr en um 1 um nóttina þegar spennan minnkaði loksins aðeins :)

Við Guðni vöktum aðeins áfram, daman drakk stanslaust í 2klst eftir fæðinguna og drakk svo aðeins meira rétt áður en við fórum að sofa i kringum 4 :)
Ég vaknaði svo um 7-8 og tók kjánann uppí til okkar, hún var búin að losa hendurnar og neitaði að hafa þær inní teppinu þannig hún var með kalda putta

Bergrós sniglaðist sofandi alveg að henni og setti hendina utanum hana, litla fékk svo smá að súba og alltaf ef ég færði hana smá kom Bergrós strax á eftir og hélt utanum hana, þær sváfu svo þannig í kúri í allavega klukkutíma og Guðni hjá þeim, hann náði samt að vakna á undan þeim og sjá þær saman Heart

Daman drakk svo vel allann daginn og Bergrós rosa dugleg alltaf að hjálpa til, ljósan kom seinni partinn og skoðaði hana og mig og allt í gúddí og svo komu mamma, pabbi og Kristján um kvöldmatarleytið að sjá prinsessuna, talaði við Katrínu á skæp með smá erfiðleikum afþví ég nota myndavélina víst ekki nógu oft til þess að fá öppdeitin sem hún þarf og þurfti að stoppa samtalið, öppdeita og byrja aftur því myndavélin hætti bara að virka ;)

Bergrós var rosalega ánægð að tala við Katrinu en missti af ömmu, afa og Kristjáni frænda afþví hún var orðin svo þreytt að hún sofnaði inní stofu og Guðni fór með hana uppí rúm
Þau koma svo aftur á eftir því Guðni er að vinna í allann dag, fór um 10 og er að fara á námskeið hjá vinnunni beint eftir vinnu ;)

Bergrós rosalega dugleg að ná í og skila hlutum fyrir mig og ennþá auðvitað soldið mikið spennt og þessvegna soldið hoppandi útum allt og aðeins erfið, en ekkert sem ég ræð ekki við :)
*ofurmamman sem lyftir stóru stelpunni uppá klósettið, krjúpandi fyrir framan það með litlu stelpuna á brjóstinu á meðan, setur svo nýja bleiu á báða bossana og skellir í vél ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert algjör ofurmamma <3
Flott blogg hjá þér, hlakka til að lesa meira :)

kv. Mamma

Fanney Eva (IP-tala skráð) 8.11.2012 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband