15.11.2012 | 13:18
Sól og blíða :)
Búin að fara með litla blómið í skoðun hjá barnalækni og búið að taka blóð úr hælnum, hún vaknaði ekki einu sinni við það
Stóra stelpan mín er svo rosalega dugleg að hjálpa mömmu sinni og svo rosalega góð við litlu systur sína, knúsar hana og stríkur yfir hausinn, heldur í hendina á henni og kyssir hana og ef litla er eitthvað að kvarta er hún aaaa-góð og segir "svona svona, Bergrós hefur þig"
Gæti ekki verið stolltari af stóra englinum mínum, sem virðist hafa stækkað alveg 10cm eftir að litla kom því það er svo rosalega mikill stærðarmunur á þeim, hehe
Litla drekkur bara og drekkur, fór í bað í fyrsta skipti í gær, í vaskinum inná baði, var smá ósátt fyrst þegar tásurnar fóru ofaní en var svo alveg svakalega sátt og róleg í vatninu og vildi eiginlega ekkert koma uppúr aftur, Bergrós var í baði á sama tíma í balanum sínum inní sturtunni - alveg svaka fjör ;)
Bergrós er eiginlega alveg hætt með bleiu, bara næturbleian eftir og stundum þegar hún fer út, er samt búin að fara nokkrum sinnum útí búð með pabba sínum bleiulaus, pissar bara rétt áður en hún fer út og ekkert slys úti :D
Næturbleian kemur svo oft þurr af bossanum á morgnanna ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning