18.11.2012 | 16:34
Jólahreingerning :)
Jæja, búið að hvolfa íbúðinni ;)
Byrjuðum í hádeginu, tókum allt úr dótaherbergi og röðuðum inní stofu, fór með allar sængur og teppi útá svalir að viðra það í góða veðrinu, tókum utanaf rúminu og settum yfirdýnuna líka útá svalir
Sópuðum og skúruðum fyrrverandi dótaherbergið og fórum með dýnuna okkar þangað inn
Fórum svo með náttborðið og kistuna þangað inn líka og kláruðum svo að tæma gamla svefnherbergið okkar, settum allt þaðan líka inní stofu nema rúmið, tókum það í sundur og hentum uppá háaloft ;)
Svo var sópað og skúrað þar inni og svo byrjað að raða öllu dótinu þangað inn :)
Stóra herbergið var allt of stórt sem svefnherbergi fyrir okkur, erum nokkrum sinnum búin að eyða deginum í að taka til þar inni því herbergið var svo stórt að við vorum búin að ná að fylla það af drasli, en svo var dótaherbergið svo lítið, sérstaklega þegar það var búið að troða inní það eldhúsi, stóru dúkkuhúsi og 2 trofast gaurum (ikea dóta-flokkarar)og núna kemst borðið hennar og stólarnir líka þangað inn (litla hvíta borðið hennar Katrínar og stólarnir hennar) :)
Bergrós ekkert smá ánægð með nýja flotta dótaherbergið sitt :D
Núna er bara eftir að klára að rústa stofunni og færa húsgögnin og fá þannig nýja stofu, mögulega skipta henni í tvennt ;)
og svo finna fallegar jólaseríurog kannski byrja að baka piparkökur, bökuðum súkkulaðiköku og kanilsnúða í gær og bananabrauð um daginn, gerum líklega 2-3 bananabrauð þegar Guðni er næst í fríi afþví við eigum ljóta banana og það er svo gott, hehe :P
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning