meiri veikindi :/

Þórey, Benni og Adrian komu til okkar á laugardaginn og gistu í svefnsófanum frammi í stofu því það komu fleiri gestir til Ernu og þá var ekki pláss fyrir alla, Bergrós vaknaði alveg að deyja úr spenningi og var alltaf að kíkja fram að gá hvort þau væru vöknuð svo hún gæti farið að leika við Adrian ;)

 Þau urðu svo áfram aðra nótt þar sem gestirnir gátu ekkert farið því einn þeirra fótbrotnaði eftir að hafa týnst þegar þau fóru á einhvern bar svo við höfðum það bara cozy áfram og Bergrós hélt áfram að leika við Adrian :) Færðum þá svefnsófann inní dótaherbergi þannig þau gætu lokað inn til sín um nóttina og fengið smá næði ogsvo Bergrós myndi ekki vekja þau snemma aftur, hehe :)

Fórum í búðir í gær og keyptum jólagjöfina hennar Bergrósar, þau í tomter hringdu snemma og létu vita að það væru allir orðnir veikir hjá þeim svo gestirnir yrðu áfram (ekki gott að keyra í marga tíma með gubbupest) keyptum frosnar pizzur í kvöldmatinn og gerðum tilraun til þess að horfa á mynd, en litla var bara alveg brjáluð og vildi sko ekkert samþykkja það, róaðist niður inní herbergi að kúra í fanginu á mömmu sinni en pirraðist aftur ef ég hreyfði mig

Bergrós vaknaði svo klukkan 4 í nótt við það að hún var að kúgast, hún var varla vöknuð þegar gubbið kom og kafnaði næstum á ælunni :( hún vildi svo bara sitja og spurði hvort við gætum horft á mynd, sem var auðvitað sjálfsagt - ekki eins og ég gæti sofnað aftur með allar mínar áhyggjur af litla englinum, svo gubbaði hún aðeins meira og við horfðum á How the Grinch Stole Christmas (1966)
Horfðum svo á litlu hafmeyjuna 1 og vorum hálfnuð með mynd 2 þegar Bergrós steinrotaðist, í kringum 7
Litla vaknaði þá og vildi fá að súba þannig við kúrðum yfir restinni af myndinni, Guðni vaknaði svo orðinn veikur líka ...
Tökum því bara rólega í dag og verðum öll orðin góð 16 !! (ekkert kannski neitt, ég ræð!Wink)
Og tökum því svo bara rólega áfram og njótum jólanna Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá! Þetta er alveg lygilegt....
Fótbrot..veikindi og svo ennþá meiri veikindi!

Látið ykkur batna :)

 Kv. Mamma

Fanney Eva (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband