25.12.2012 | 15:44
Jóladagur
Fórum í mysen áðan, borðuðum hádegismat hjá Kötu og Bergrós hljóp svo um með Hönnu Sofie, prökkuruðust aðeins og hlógu rosalega hátt og mikið
Bergrós tók "stelpuna" með sér (prjónuðu dúkkuna frá langömmu Auði) og neitaði að leyfa öðrum að skoða hana, sagði bara "Bergrós á!" og setti hana í bílstólinn með teppi
Svo var Bergrós ekki með neina bleiu í bílnum, fór bara að pissa áður en við lögðum af stað og svo aftur áður en við lögðum af stað heim
Vorum nú að koma heim, litla búin að fylla almennilega bumbuna og er farin að sofa og við ætlum að fá okkur ís Fáum okkur svo afganga af matnum í gær á eftir
Settum upp trommusettið í morgunn, það vantaði eitthvað í pakkann þannig litlu trommurnar (2) festast ekki við stóru trommuna en Bergrós er alveg jafn ánægð, situr á kollunum við trommurnar og heldur öfugt á kjuðunum og trommar og hlær
Athugasemdir
Aw lítill trommari eins og pabbi sinn :D
Erla&Eva (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning