3.jan 2013!

Jæja, komið nýtt ár ;)

Fórum í mat til mömmu á gamlársdag,
Bergrós var rosalega ánægð og talaði helling við Mathias og spilaði monopoly með okkur ;)
Hún borðaði helling af kalkún og sveppum með sósu ;)

Bergrós sofnaði svo í bílnum á leiðinni heim og rumskaði ekki einu sinni við það að Guðni bar hana inn, setti hana uppí rúm og tók hana úr úti fötunum
En svo vaknaði hún við sprengjurnar sem var skotið upp beint við hliðiná gluggann hjá okkur ;)
Tók hana fram í stofu og við kúrðum okkur öll uppí sófa yfir mynd, Bergrós hélt áfram að sofa þar en rumskaði við allar sprengjurnar og var of þreytt til að fatta þetta, var svo meira vöknuð þegar þær hættu þannig við kúrðum okkur öll saman uppí rúmi með mynd í tölvunni og fórum að sofa ;)

Sváfum svo til hádegis á nýársdag og tókum því bara rólega, Guðni var í fríi og við fórum svo útá leikvöll :)

Fórum svo í gær í 2ára skoðun
Hjúkkan var rosalega ánægð með hvað Bergrós er dugleg, Bergrós svaraði öllu og tók hjúkkunni mjög vel, klæddi bangsa í peysu og buxur, tannburstaði og lét fara að sofa í bangsarúminu, með kodda og sæng, afklæddi hann svo og lét hann pissa í koppinn og klæddi svo aftur í :) Teiknaði smá en vildi svo bara fara aftur að leika með bangsann :)
Hjúkkan var mjög ánægð með málþroskann hjá Bergrósu, þótt hún skildi auðvitað ekki mikið sjálf en mörg orðin eru lík og Bergrós gat oft svarað henni því hún skilur soldið í norsku líka :) 
Bergrós er orðin 85,5cm og 11,9kg

Í dag erum við bara búin að vera að taka því rólega, röltum útí búð og keyptum ávexti og 100% Naturlig Smoothie, úr jarðarberjum, bláberjum og bringebær(veit ekki hvað þau heita á íslensku) ;) 
Guðni er svo búinn að vinna um 7 ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bergrós er náttúrulega algjör snillingur

Og berin heita hindber á íslensku, ótrúlega góð

Kv. Mamma

Fanney Eva (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband