11.1.2013 | 12:28
11.Jan :)
Agnes var ekkert voða sátt við að vera vakin um 10 til þess að fara út, hún vakti svo allann tímann sem við vorum úti (1,5klst ca)
Fór með hana uppí rúm þegar við komum heim og gaf henni að súba en hún vildi sko alls ekki sofna, grömpaði svo smá og lét mig vita að hún þurfti að kúka þannig við fórum inná baðherbergi að kúka og fá nýja bleiu, svo ropaði hún alveg svakalega og svo ennþá meira og meira ;)
Vildi svo bara leika og stóra systir hennar auðvitað alveg sátt við það og lék helling við hana þangað til litli kjáninn var orðin alveg úrvinda og byrjaði að kvarta, ég settist niður hjá þeim og tók hana upp og byrjaði að róa hana þegar Bergrós sagði "mamma, þú verður að rappana, gera rappið" ég prófaði að gefa Agnesi en hún var alveg pakksödd og bara þreytt þannig ég náði í moby wrappið og wrappaði hana framaná mig
Opnaði svo ísskápinn að ná mér í djús þegar Bergrós kemur og treður sér "smoothly" framhjá mér þannig hún var nánast inní ísskápnum, spyr hana hvort henni langi líka í djús og hún sagði nei, voðalega hugsandi á svipinn
Hún byrjar svo að opna grænmetisskúffuna og teygir sig í gúrku, ég má ekki hjálpa henni að fá því hún er svo sjálfstæð og kann alveg sjálf, þannig hún fær auðvitað að prófa sjálf
sem virkar ekki alveg þar sem hún nær plastinu ekki utanaf, kemur og biður mig um að opna, sem ég geri og læt hana fá hana aftur
Svo vill hún skera, sem ég má auðvitað ekki hjálpa með heldur þannig hún stendur núna við stofuborðið og stingur greyið gúrkuna aftur og aftur með smjörhníf alveg einstaklega sátt
Guðni er svo að vinna til 8 í dag þannig hann kemur ekki heim fyrr en 9 ;)
ætla þá uppá háaloft að finna leikteppið og leikgrindina þannig Agnes geti líka leikið ein en ekki alltaf með stóru systir sína ofaná sér Ætla að gera leikpláss í stofunni, hjá Gula sófanum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning