28.1.2013 | 15:24
28.jan
Guðni kom heim í kringum miðnætti á laugardeginum, með 3 box með mat í frá jólahlaðborðinu, það taka allir með sér mat heim afþví vinnan leigir bara húsnæði og elda sjálf mat þannig það er mun ódýrara og auðveldara að stjórna hvað er í boði
Hann kom með 2 box með pasta, með kjúkling og nautakjöti og vefjur með reyktum lax, salati og sósu og svo eitt box með tígrisrækjum með sweet chilli sósu og chilli bitum, sjúklega sterkt en allt alveg rosalega gott
Höfðum þetta svo í hádegismatinn á sunnudeginum
og vorum svo með svínakjöt og grænmeti í ofni og kartöflumús í kvöldmatinn
Við fórum út í gær (á sunnudeginum) löbbuðum alla leið útá leikvöll og lékum smá þar og svo áfram lengri leiðina heim aftur, það snjóaði allann tímann sem við vorum úti, fórum með Bergrósu á snjóþotunni og hún fékk að labba og draga sjálf þotuna stórann hluta af leiðinni til baka, snjókoman var samt ekki beint snjókorn heldur eins og litlar frost/klaka flísar, geðveikt töff, við vorum eins og við værum þakkin í glimmer-strikum en ekki snjó
Komum svo inn, settum útifötin í sturtuklefann og kúrðum okkur uppí sófa með heitt kakó og sykurpúða
Fengum okkur svo að borða og kúrðum aðeins meira
Bergrós var svo einhverjar 2 mínútur að sofna þegar hún var komin uppí rúm, alveg uppgefin eftir æðislegann dag og Agnes var ekki lengi að sofna alveg líka þannig við gátum kúrt bara 2 í sófanum og grillað sykurpúðana með kerti
Vöknuðum á milli 8og9 í morgunn og fengum okkur banana
Fengum okkur svo hakk&spakk í rétt fyrir 11 og svo fór Guðni að vinna (12-8 í dag)
og við stelpurnar fáum okkur líklegast hakk og grænmeti á pönnu í kvöld
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning