Síðasti dagur mánaðarins ;)

Jæja, þá er kominn síðasti dagur fyrsta mánaðar ársins og í heilann mánuð höfum við ekki keypt gos Wink

 Vöknuðum á milli 7 og 8 og bökuðum pizzu, með hunangsbotni, hakki og pepperoní Smile
Röltum svo útí kiwi með nokkrar flöskur og pínu klink og komum út með 14 banana, 2 mangó og 2 pink lady epli, flöskumiðinn var alveg 30kr þannig 20kr (400isk) fyrir morgunmat út vikuna og millimál LoL
Svona útaf öllum umræðunum sem eru í gangi ætla ég að skrifa hjá mér hvað við borðum og  hvað hver máltíð kostar og sjá svo heildarverðið í lokinn, höfum aldrei farið yfir 3000no(60.000isk) á einum mánuði, höldum okkur yfirleitt á milli 1-2000 (20-40.000isk) mér finnst alveg fáránlegt að halda því fram að 120.000 sé "sparnaður" fyrir heilann mánuð með 4manna fjölsk og það ekki einu sinni með öllum máltíðunum inní því ! Ég er eiginlega bara forvitin um hvað þau voru eiginlega að eyða miklu ÁÐUR en þau settu þessa tölu sem SPARNAÐ

Þó það sé rétt yfir neysluviðmiðinu þýðir ekki að það sé sparnaður.. sparnaður væri að fara UNDIR neyslu viðmiðið og þá helst langt undir það og byrja kannski að lifa eins og annað fólk gerir, sem kúkar ekki pening, ég væri þó alveg til í að kúka pening en ég myndi aldrei sóa honum svona í mat

Öryrkjar, atvinnulausir og fólk á lágmarkslaunum, með fjölskyldur, nota ekki 120.000 á mánuði, kannski afþví þau geta það ekki, en ef þau gætu það og myndu samt eyða áfram bara 30-60.000 á mánuði myndu þau ná að spara og gætu notað þann pening í eitthvað á ári, ef 4.manna fjölskylda myndi hætta að eyða 120.000 á mánuði og eyða bara 50.000 er það 70.000kr sparnaður, á einu ári væri það þá 840.000kr ! það er næstum milljón.. þið getið væntanlega ýmindað ykkur sjálf hvað er hægt að gera við næstum milljón.. en svo væri líka hægt að taka hluta af þeim pening, kannski bara 40-50% og gefa til þess að styrkja fátækari fjöldkyldur á íslandi sem eiga ekki meira en 30-40.000 á á mánuði fyrir mat, kannski ekki einu sinni það, þau eru líka með fjölskyldu, þeim vantar líka mat..

 

Jæja..
Guðni fór svo að vinna um 10 (11-7), við Bergrós fengum okkur mangó og epli í hádeginu og hún fékk hálfa dollu af maís baunum afþví hún spurði svo fallega, hehe Grin

Við erum svo bara búnar að vera að kubba, lita og leika inní dótaherbergi, Bergrós er alveg harðákveðin að ég eigi bara að sitja á meðan hún er að gera matinn og svo á ég að þykjast að borða matinn og drekka úr öllum glösunum LoL

Ætlum að skella í aðra pizzu í kvöld (deigið sem við notuðum í morgun var nógu stórt fyrir 2 botna og við gerðum bara eina) erum að spá í að hafa hakk, pepperóní og beikon kurl á henni Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg rosalega stolt af því hvað þið eruð dugleg Flott hjá ykkur að kaupa ekkert gos í heilan mánuð. Þið eruð líka alveg ótrúlega dugleg að bjarga ykkur sjálf og að láta launin duga
kv. Stolt mamma (og amma)

Fanney Eva (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband