Fimmtudagur

Jæja, fórum í afmæli á sunnudeginum, 2 ára prinsessu afmæli hjá frænku hans Guðna ;)

Bergrós skemmti sér voða vel að leika við hina krakkana, en varð svo veik um nóttina, vaknaði um 3 og kom uppí og sofnaði strax en vaknaði svo eftir ca klukkutíma og kúgaðist, Guðni lyfti henni í fangið á sér og fékk æluna yfir sig, bjargaði rúminu alveg og hún varð rólegri og leyfði því bara að koma í stað þess að streitast á móti eins og hún gerir annars :/

Hún gubbaði svo nokkrum sinnum í viðbót og sofnaði svo í sófanum, ég klæddi mig vel og rölti út í búð rétt fyrir 7 (Kiwi opnar kl 7) beið á meðan stelpan opnaði hurðina, sem gekk soldið illa, hehe
Keypti powerade, brauð, kex, frostpinna og jelly (afþví það er mælt með því fyrir krútt með gubbupest..)

Hún hresstist svo yfir daginn en var áfram lítil í sér, sofnaði um kvöldið og vaknaði ekki um nóttina þannig ég hélt að þetta væri bara búið.. eeeeen á þriðjudeginum kom meira gubb, beint í sófann, þá 2 klst í Guðna Pinch

Fórum svo til svíþjóðar í gær, stoppuðum hjá Elínbjörtu og létum hana fá lokka fyrir Kristófer (sem var steinsofandi) og sykur, afþví við erum að hætta að nota sykur, hún var voða hissa þegar ég rétti henni sykurinn, hehehe
Keyrðum svo áfram og fórum til svíþjóðar og keyptum Bulgur, cous cous, nokkrar gerðir af baunum og fræum, síróp (maple og agave) og svo frosin ber og frosna ávexti og nokkur mangó (2 fullþroskuð og 2 sem verða þroskuð eftir 1-3 daga) og eitthvað meira  Smile

Bergrós er eiginlega alveg hress í dag, bara soldið lítil í sér, borðaði smá kornflex en varla heila skál (þegar hún er alveg hress biður hún um fleiri en 5 skálar!!) svo er hún búin að fá 2 frostpinna og situr bara og horfir á Shrek (eða Svekk eins og hún segir það)  

 

Búin að segja upp leigunni, hún endar í lok maí, flytjum þá nær vinnunni hans Guðna og helst í eitthvað ódýrara húsnæði líka, þannig við náum að safna meiri pening Smile

Hringdum í mjólkurbankann áðan, ætluðum að fara á mánudaginn en það verður víst lokað, það er opið þri-fim en suma mánudaga en ekki þennan, hehe, ætlum þá bara að finna annan tíma og fara seinna, fer þá í blóðprufu og tek eitthvað próf og sé hvort ég meigi gefa mjólk, en mjólkin fer til barna sem þurfa hana, td fyrirburar og léttburar á vökudeild Smile og maður fær 150kr fyrir líterinn, en ég mjólka nánast líter of mikið á hverjum degi þannig það væri fínt ef það nýttist einhverjum sem virkilega þarf það Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband