Fimmtudagur ;)

Mamma hringdi í gær að láta mig vita að við hefðum fengið bréf merkt innheimtu, sent til þeirra..
Fuðrulegt, hún spurði hvort það ætti ekki bara að opna það strax og sjá hvað þetta væri þar sem við skuldum ekki krónu og það kom í ljós að sjóvá ákvað að endurnýja trygginguna hennar Bergrósar fyrir þetta ár, þótt við hefðum sagt upp í gegnum síma og skriflega og fengið staðfestingu um að það væri pottþétt búið að segja upp fyrir ári síðan !

Jæja, pabbi hringdi og talaði við einhverja gellu og fleira svona skemmtilegt, ekki séns að við séum að fara að borga þetta, nema þeir ákveði að endurgreiða okkur það sem við höfum borgað í tryggingar fyrir Bergrósu hérna í noregi LoL hehehehe

Skoðuðum yfir heimabankann og sáum að við værum líka búin að fá reikning 2013 frá sos-barnahjálp á íslándi, sem við styrktum aðeins 2011 og sögðum formlega upp áður en við fluttum til noregs!

Íslendingar eru spes, haha Smile

Vaknaði svo kramin í morgunn, með Agnesi þétt uppvið mig að súba og Bergrósu þétt uppvið bakið á mér, var á hlið og gat ekkert hreyft mig og svo var Guðni með 2/3 af rúminu !  

Bergrós fékk banana með hnetusmjöri að eigin ósk í morgunmatinn, svakalega ánægð með þetta gúmmulaði Wink
Og ég fékk mér nokkra banana og kiwi, sem var greinilega algjör orkubomba og ég er nú búin að taka úr og setja í uppþvottavélina, þvo 2 vélar af þvotti, þrífa klósettið, sturtuna, vaskinn, spegilinn og meiri hlutann af eldhúsinu og meiri hlutann af þessu með Agnesi í moby wrapinu og það er ekki komið hádegi Grin

Á meðan fór Bergrós og kveikti á sjónvarpinu, fann húgó og setti í vhs tækið og situr róleg þar mjög sátt Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband