17.4.2013 | 20:09
17.apríl
Fórum í húsdýra og fjölskyldugarðinn í dag með Atla og Ellu
Bergrós sofnaði á leiðinni svo við settumst bara inni og fengum okkur franskar
Sátum svo bara róleg á meðan Bergrós svaf og fórum svo og skoðuðum dýrin, hún var soldið lítil í sér, ennþá soldið þreytt og svona en var rosalega ánægð að sjá páfagauk sem gaf frá sér svaka læti og skoða skjaldbökuna, var svo mjög ánægð með allar kanínurnar og fuglana
Ætlum svo aftur á föstudaginn og þá verður hún líklega mun fljótari að verða ánægð með öll dýrin (alltaf miklu skemmtilegra að gera allt í annað skiptið)
Fórum svo með Ellu heim þegar við vorum búin og hún eldaði hnetusteik og grænmeti
Æðislegur matur, æðislegur dagur, yndislegt að fá að eyða tíma með bestu vinkonunni
Á morgun ætlum við á laugarveginn með Atla fyrripartinn og fara svo til Írisar seinni partinn
og svo á föstud. ætlum við rétt eftir hádegi í fjölsk.og húsd. garðinn með Magneu og Kalla og Eydísi og Valtýr og svo syngjum við fyrir Katrínu seinni partinn, gefum henni smá pakka og svona skemmtilegt því hún á afmæli
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning