29.10.2012 | 16:31
Jæja :)
Kominn mánudagur, allt að gerast, ljósan kom síðasta miðvikudag og allt bara reddí, Bergrós bræddi hana alveg í klessu, gaf henni teppi og kom alltaf aftur að tala við hana og sýna henni hvað hún væri dugleg, fór svo að lita og bað mig um að lita með sér þannig ég teiknaði stórt B og hún benti á stafinn og sagði hátt og skýrt "Bjé fyrir Bergrós" og svo gerði ég S og hún sagði "ESS fyrir Sandra" og svo G "Gjéé fyrir Guðni" og ljósan horfði bara á hana hissa, sagði hvað hún væri rosalega dugleg og spurði hvort hún væri þriggja eða fjargra, hehe, varð svo enn meira hissa þegar við sögðum að hún væri tveggja ;)
fórum á laugard. og hittum mömmu í ski og keyptum gardínur, dökkbrúnar og fínar, þannig núna sér allt hverfið ekki lengur inn til okkar eða nágrannarnir (mjög gott vjúú af svölunum hjá nágrannanum inní alla íbúðina okkar) :)
Bergrós fór svo heim til ömmu sinnar með henni og gisti hjá þeim og við Guðni fórum í Ikea og keyptum jólatré og jólakúlur
Búin að blása upp sundlaugina og finna til allt sem þarf og nú má litla krúttið fara að koma ;)
9-15 dagar eftir í settann dag :D
Vaknaði allt of snemma með skottunni sem var svo hress að hún fór strax að vekja pabba sinn og segja honum að hann væri letihrúga afþví hann vildi ekki opna augun og setjast upp ;)
Reif sig svo úr náttfötunum og tók bleiuna af og fékk að fara fram og pissa ;)
Búin að vera með mikla samdrætti í allann dag þannig við Bergrós erum bara búnar að vera að taka því rólega, Guðni fór að vinna kl 1 og kemur heim um 8 og hann er svo í fríi næstu 2 daga þannig við ætlum að baka og hafa það kósí, Bergrós búin að klára allar piparkökurnar sem pabbi keypti handa mér, haha, henni finnst þær æði, mótmælti því samt algjörlega að þetta væru piparkökur því þetta væri sko kex þannig núna heita piparkökur jólakex ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2012 | 07:51
Þriðjudagur :)
Litla kjánaprikið vaknaði þegar Guðni var að gera sig reddí fyrir vinnuna, ss rétt að verða 7 í morgunn, allt dimmt og hún skildi ekkert hvað var í gangi, kom að kúra hjá mér og varð svo alveg brjáluð þegar hann slökkti á ganginum og fór og kallaði á hann aftur og aftur, harð ákveðin í að hann átti að kúra líka því það væri sko nótt, ennþá rosalega dimmt og hann átti sko ekkert að vera að fara út "í nóttinni" !!
knúsaði mig svo og jafnaði sig, var ennþá frekar sár þrátt fyrir kúr þannig ég spurði hana hvort hún vildi koma og kúra í sófanum og hún vildi það, kveiktum á teiknimyndum og kúrðum með sæng..
Svo nennti hún ekkert að horfa á teiknimyndir og bað mig um að setja "kóngurklár" þannig ég opnaði youtube playlistann hennar með xboxinu með fullt af krakkalögum, þám lög úr konungur ljónanna ;)
Gerði svo graut fyrir hana og egg fyrir mig, heitt kakó fyrir okkur báðar og borðuðum í sófanum og fengum okkur svo kakó þegar við vorum búnar að borða :)
klukkan að detta í 10 og hún er ennþá, 3 klst seinna, viss um að pabbi sé sko alveg að koma heim aftur <3
Ein sem ætlar að vera soldil pabbastelpa :)
Hljóp af stað í gær um leið og hún heyrði í lyklinum og kallaði að pabbi væri kominn heim og knúsaði hann og talaði helling við hann (mjög mikið af því var ekki skiljanlegt en hún var mjög ákveðin að tala við hann á fullu og svo að segja honum hvað hún var búin að vera dugleg yfir daginn) :)
komin 37v-37v&6d og á þá 15-21 daga eftir í settann dag .. :)
Ljósan kemur á morgunn og svo er það bara að bíða eftir litla krúttinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2012 | 12:11
Sunnudagur
Vöknuðum öll í kringum 9 og komum fram, sendi Guðna að ná í sængur til að setja á gólfið inní stofu og náði í litabækur og liti þannig við gætum leikið okkur rólega saman, fengum okkur graut og heitt kakó og lituðum helling.
Svo var Bergrós að teikna á bumbuna á pabba sínum og hann að teikna á bumbuna hennar á meðan ég var að lesa, hlustuðum aðeins á tónlist (barna- og jólalög) og dönsuðum og lékum okkur.
Fórum svo niðrí bæ og tókum ca 1,5klst göngutúr þar, skoðuðum laufin sem voru búin að detta og trén, prófuðum einhverjar skrítnar rólur og skoðum stóra steina og pollana, sátum svo á bekk og horfðum á fuglana og voffana :)
Fórum og fengum okkur hádegismat á bensínstöðinni og Bergrós var rosalega ánægð að fá að sitja sjálf á háum stól og horfa útum gluggann :)
Fórum svo heim aftur og Bergrós alveg að leka þannig Guðni fór með hana að kúra uppí rúmi :)
Ætlum svo að halda áfram að lita og leika saman og eyða restinni af deginum eins :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2012 | 07:44
Kúrilíus :)
Vöknuðum um miðja nótt við yndislegu dóttirina kalla "pabbi! ég sofa mömmurúmi!"
Guðni fór og náði í hana og hún kúrði sig alveg inní andlitið á mér og passaði að ég héldi vel utanum hana ;) svo ef ég sneri mér við klifraði hún bara yfir mig og kúrði sig aftur inní andlitið á mér ;) algjör kjáni :)
Vaknaði svo rétt fyrir 8 og passaði að vekja ekki kjánann, fór fram og talaði aðeins við Guðna, hann fór svo um 8 að vinna (9-5 dagur)
Er með smá bjúg, líklegast eftir pizzuna í gær, en það er samt búið að minnka soldið á síðasta klukkutímanum ;)
Er búin að vera að lesa soldið um Elimination Communication (EC) og ætla að finna leið sem mun hennta okkur og prófa með litla kjánann þegar hann/hún kemur :)
Ein inná taubleiutjattinu var að tala um að barnið hennar hætti með næturbleiuna 18mán og fór með enga bleiu í leikskólann 22mán, sem væri auðvitað bara draumur, sérstaklega afþví það taka ekki allir leikskólar vel í tauið (veit samt ekkert hvernig það er með leikskólana hérna í noregi)
Svo er Bergrós að fara að hætta með bleiu bráðum, er að vona að við getum klárað það áður en það kemur að leikskólanum (sem ég veit ekki hvenær verður því við erum ekki búin að sækja um) en það mun samt ekki gerast almennilega fyrr en ég er búin að eiga því það er frekar erfitt að stökkva bara á fætur og fara með henni á klósettið reglulega með risakúlu framaná mér og þá sérstaklega ef ég er með samdrætti akkúrat á meðan ;)
En hún er rosalega dugleg að pissa í klósettið og við fórum meirað segja út í búð í gær með hana bleiulausa og það var bara ekkert mál :)
Trúi því varla að hún sé orðin svona stór
Er með litla matarlyst þannig ég fékk súkkulaði köku í morgunmat, haha, kannski erfitt að vera með mikla matarlyst þegar krúttið í bumbunni er orðið svona stórt og þrýstir á líffærin ;)
Við Bergrós erum búnar að hlusta mikið á jólalög og hún velur sérstaklega Snæfinnur snjókarl og Eitthvað inní strompnum og vill hlusta á þau aftur og aftur ;) krefst þess svo að ég syngi með og svo reynir hún sjálf að syngja með, hún er farin að ná alveg frekar mikið af textanum í fyrra laginu en bara einu og einu orði í hinu, svo bullar hún bara restina ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2012 | 15:06
36v1d/37v 21-27 dagar eftir :)
Engin bjúg, aðeins þreytt og soldið illt í bakinu :)
Búin að reyna aðeins of mikið á og er alltaf að sópa og svona sem ég á víst bara að sleppa, Guðni sér um að skamma mig og dekra við mig þegar ég er svona "óþekk" og svo aum .. :)
Er með soldið mikla vöðvabólgu í bakinu, sem ég neita að leyfa Guðna að nudda því það er ógeðslega vont..
Bergrós fékk að vera í náttfötum í allann dag, samt ekki þeim sem hún svaf í, hún vildi ekkert vera í náttfötunum sem hún svaf í og klíndi morgunmatnum í ;) hún vildi bara vera í "stelpu-náttfötin" sem eru bleik joe boxer föt, buxur með brosköllum útum allt og peysa með einum stórum framaná, ýkt fín í "stelpu" fötunum sínum ;)
Tortillur í matinn í kvöld :) er að spá í að kaupa sprite til að hafa með og blanda því með epladjús :D
Þarf hvort eð er að rölta útí búð og kaupa gúrku og tómata ;)
Bergrós stendur núna uppí sófa og sleikir gluggann, þegar ég segji henni að hætta horfir hún bara einlægnislega á mig og segir "en mamma, það er blauttið úti, ég er að sleikja blauttið og gera blauttið inni" .... stutt síðan við þrifum gluggana þannig þetta er nú ekkert eitrað, haha, er ekki að fara að rífast við hana þegar hún veit sko alveg að hún er að gera eitthvað svakalega skemmtilegt :)
bara örfáir dagar eftir þar til litla krúttið kemur til okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2012 | 07:36
Á yndislegustu dóttirina :)
Vorum með hitting á sunnudaginn, fámennt en samt gaman, urðu nokkrar veikar og ein fékk heimsókn þannig hún þurfti að hætta við
Guðni var svo í fríi í gær, eina fríið í mánuðinum, bökuðum köku og kanilsnúða og tókum því bara rólega, fórum aðeins út að labba :)
Vaknaði svo í morgun við það að Guðni hrökk upp og dreif sig að klæða sig, sagði mér að hann hafi sofið aðeins yfir sig og fór í vinnuna, sofnaði strax aftur í kúri með Bergrósu, sem vakti mig svo klukkan 9, held ég hafi bara aldrei vaknað jafn rólega, hún sneri sér að mér og sagði "mamma, maaammaaaa, ég elska þig rosa mikið mamma" :) hélt svo áfram að segja "elska þig líka" og "elska þig mest í heiminum" í nokkrar mínútur, kúrði sig meira hjá mér og knúsaði mig alveg í klessu :)
Spurði hana svo hvort við ættum að fara að fá nýja bleiu og hún sagði já, má ég fá hjarta bleiuna? :) sem hún mátti auðvitað ;)
Allt svo hreint í fínt hjá mér, get ekki beðið eftir að litla krúttið kemur :D
22 - 28 DAGAR EFTIR Í AÐ KRÚTTIÐ KEMUR!!!!! (+/- 2 vikur)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2012 | 12:00
Sól og blíða :)
Fórum í Kiwi áðan stuttu eftir að það opnaði, fengum rósir og köku og svo djús og Bergrós fékk nokkur vínber og brauðbollu :)
Keyptum bunka af grænmeti (blómkál, brokkolí, gulrætur, gúrkur og papríkur), sýrðann rjóma og nokkrar gerðir af mixi til að blanda og búa til ídýfu, 2 sprite til að blanda með eplasafa og drifum okkur svo heim til þess að smakka :P
Prófuðum maruud duft með mynd af papríkum framaná og það kom mjög vel út, nær að líkjast voga ídýfunni mjög vel :)
Leit svo á klukkuna klukkan 12.30, ætlaði að fara að skrifa eitthvað þegar ég fatta að það er fimmtudagur og klukkan að verða 1 og við gleymdum að kíkja klukkan hvað við áttum að mæta til ljósunnar... Gargaði á Guðna og hljóp að leita að veskinu mínu, fann það ekki þannig ég fattaði að það hlyti að vera útí bíl ogvið mundum að við áttum að mæta eitthvað í kringum 1, fórum þá bara beint útí bíl, fann veskið og við áttum tíma akkurat 1 þannig ekkert stress, fórum bara strax því við vorum komin útí bíl og mættum 20mín of snemma ;)
Á meðan við biðum eftir ljósunni las Bergrós nokkur blöð fyrir okkur og sýndi okkur myndir af lillabeibíum og óléttum konum með lillabeibíin í bumbunni sinni ;)
Svo inni hjá ljósunni var nemi, fyrsti dagurinn hennar og hún spurði hvort hún mætti vera með og auðvitað var það ekkert mál ;)
Hausinn er niður en ennþá ofarlega en ég er ennþá komin svo "stutt" að það er allt í lagi, barnið fer nú vonandi að færast neðar og fara að skorða sig fljótlega :)
Hjartslátturinn var fínn og blóðþrýstingurinn örlítið lár en samt fínn og allt leit bara rosalega vel út :)
Næsta skoðun verður svo heimaskoðun eftir 2 vikur og Guðni þarf ekki frí í vinnunni því hann er að vinna 8-4 þennan dag og ljósan ætlar að koma um 7 :)
Ljósan er alveg viss um að sundlaugin sem við eigum mun hennta vel í fæðinguna en verður auðvitað alveg viss eftir að hún skoðar hana í næstu skoðun ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2012 | 09:43
Litli kjáni :)
Bergrós fékk sko að velja sér sjálf föt til þess að fara út á svalir að spreyja í... prjónaði kjólinn frá ömmu, annar kjóll yfir, fjólublá og græn úlpa og stígvéli.. ótrúlega gaman að hlaupa fram og til baka og spreyja á allt og drekka svo spreyið inná milli ;)
Skelli með mynd af Bergrósu í fína kjólnum frá ömmu ;)
Svo er Guðni bara að vinna í allann dag, fór um 9 til þess að mæta kl 10 og kemur ekki aftur fyrr en í kringum miðnætti afþví það er námskeið/fundur beint eftir vinnu.. svo er annað á morgunn, en þá bara seinni partinn og hann ekki að vinna fyrri partinn afþví við erum að fara til ljósunnar ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2012 | 15:08
Mánudagur :)
Fórum til mömmu í gær í hádegismat :)
Fengum lambakjöt og grænmeti og Bergrós fékk rosalega fallegann kjól frá ömmu sinni sem var búin að vaka langt fram á nótt til þess að klára hann :) Rauður með hello kitty, mjúkur og hlýr prjónaður kjóll sem á eftir að nýtast vel í vetur ;)
Litla skottið vaknaði svo seint um kvöldið og grét bara, illt í litla mallanum sínum, kúrði sig hjá okkur og sagði bara nei við öllu þangað til ég spurði hvort hún vildi horfa á Jelly Jamm, hún vildi það og svaraði svo loksins hvað var að og sagði að hún væri með meiddi í mallanum, prumpaði svo helling og varð alveg róleg aftur (vont að vera svona full af lofti) sofnaði svo strax og Guðni líka þannig ég var ein eftir vakandi að horfa á Jelly Jamm, hehehe, kláraði bara þáttinn og slökkti á tölvunni og fór líka að sofa ;)
Vöknuðum svo öll hress í morgunn og fengum okkur að borða og löbbuðum svo út í maxbo g keyptum litla sög og nokkrar gerðir af sandpappír :)
Erum að byrja að dunda okkur aðeins ;)
Guðni er svo búinn klukkan 7 í dag (kemur þá heim um 8) og þá getum við haldið áfram að dunda okkur aðeins ;) Erum að byrja að gera viðarlokka og svoleiðis :)
Erum svo að fara að hitta ljósuna á fimtudaginn og kíkja í Kiwi sem á að opna í hverfinu á fimtudaginn :D sjá hvort það verði einhver tilboð og hversu hátt hlutfallið er á hlutastarfinu ef það vantar ennþá í það (og hafa annars inni umsókn ef það vantar ekki í það strax)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2012 | 13:28
Laugardagur :)
Átti svo kósí kvöld með skottunni í gær, fórum saman í sturtu, sátum á sturtubotninum og vorum að leika með dótið og skvetta útum allt, svo tók hún sturtu hausinn og var að sprauta á mig og bað mig um að sprauta á bakið á sér ;)
Fengum okkur smá að drekka og fórum svo að tannbursta og svoleiðis og settumst uppí rúm að lesa bók :)
Hún sýndi mér öll dýrin í bókinni og sagði mér hver væri hvað og kúrði svo hjá mér og bað mig um að gera "gott í bakið" hehe, bað mig svo um að sitja hjá fótunum á sér og gera "gott í tásurnar" og syngja fyrir hana, engin smá dekurrófa ;) fær bara baknudd og fótanudd og kúr :)
Sagði henni svo að loka augunum og hún gerði það og sofnaði eiginlega alveg strax :)
Svo hringdi Guðni stuttu eftir að ég kom fram aftur (rétt yfir 9) og lét mig vita að hann væri búinn og væri að leggja af stað heim :) Kom svo heim um 10 soldið þreyttur eftir langann dag ;)
Fórum í Ski storsenter áðan að kaupa inn nokkrar jólagjafir, rosalega lítið eftir sem þarf að gera þannig við ættum að ná að gera eiginlega allt reddí fyrir jólin rétt eftir að krúttið kemur :)
Ætlum að fara til mömmu á morgunn, og borða og leyfa Bergrósu að hlaupa aðeins um þar og kannski æsa afa sinn aðeins upp ;)
Bergrós er búin að vera á fullu að syngja og spila á gítar, syngur bara eitthvað bull og spilar alveg næstum í takt við bullið :) skemmtir sér alveg svakalega mikið, verst að hún á mjög erfitt með að halda á risastórum gítar þótt hún reyni það nú alveg aftur og aftur :) fékk að spila með gítarnögl og valdi að spila frekar með fjólubláu nöglinni með mynd af skjaldböku heldur en grænu þar sem myndin er eiginlega farin af ;)
svo var hún svakalega þreytt þannig hún er núna sofandi, verður örugglega rosalega hress eftir góðann lúr og heldur áfram að dunda sér og kannski spila aðeins meira :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)