5.10.2012 | 14:45
Samdrættir og sprikl <3
Jæja, búin að skella í þvottavél og hengja upp úr henni, setja í uppþvottavélina og kveikja og fara út með ruslið, fékk að sofa út í dag því Guðni átti ekki að mæta fyrr en 3 þannig hann var heima allann morguninn að ganga aðeins frá og leika við Bergrósu :)
Tók hakk úr frysti í gær svo við stelpurnar gætum fengið okkur hakk og spakk, Guðni er að vinna til lokunar (sem er 9 í dag, hann er svo 3-lokunar á mrg líka en það er bara opið til 8 á laugardögum)
Þannig hann mun annað hvort fá sér kalt hakk og spakk, því við erum ekki komin með örbylgjuofn, eða borða í vinnunni.. :)
Ætlum kannski að reyna að kíka á farmersmarket á morgunn (ef við munum eftir því, hehe) og svo baka kanilsnúða og kannski hafraklatta líka :)
Litla skottan var svakalega lúin í hádeginu þannig Guðni fór með hana uppí rúm að kúra, klukkutíma seinna kom hann svo ýkt myglaður fram aftur og hafði þá verið sofandi í ca 20-30 mínútur með henni, hún hélt svo áfram að sofa í alveg klukkutíma í viðbót, þannig hún er mikið rólegri núna (harðneitar yfirleitt að sofa á daginn) og er búin að vera að dunda sér við að búa til matinn inní dótaherbergi og fékk svo aðeins að horfa á Jelly Jamm :)
Er aðeins búin að vera með samdrætti en næ ekki að slaka almennilega á því krúttið fer alltaf að sprikla, greinilega ekki sátt við það að legið dregst aðeins saman og minnkar þá plássið, það er bara spriklað og svo ýtt úr í allar áttir, með litla bossann við vinstri rifbeinin og hæla í hægri hliðinni, rosa kósí, hehe :) finn svo smá hiksta inná milli og lítið handasprikl :)
Svo er búið að vera allt of mikill raki hérna, þyrfi að eiga eitthvað tæki sem myndi minnka rakann í loftinu.. það var alveg svakaleg raka lykt hérna inni og þvotturinn óvenjulengi að þorna, svo núna erum við með opna glugga og kveikt á kertum, vorum aðeins með kveikt á reykelsi áðan og rakalyktin eiginlega alveg farin, bara svona kósí lykt eftir :)
Væri sko alveg til í smá pepsi núna en við ákváðum að prófa að kaupa ekkert gos í mánuðinum, allavega ekkert pepsi, munum kannski kaupa first price appelsín eða eitthvað álíka, sem kostar 4x minna en pepsi, hehe :P
Var að panta wet/dry poka til þess að hafa á vagninum undir skítugu bleiurnar (og hreinu, hólfin eru aðskilin með vatnsheldu pul-efni á milli) geðveikt sætur poki, með blóma munstri og svo rennilás á báðum hólfunum :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2012 | 14:55
ÓGISSLA STUTT EFTIR :)
34 dagar í 7.nóvember, settur dagur samkvæmt tíðarhring og egglosi
40 dagar í 13.nóvember, settur dagur samkvæmt 20vikna sónar
er samt eiginlega að vona að barnið komi bara 1.nóv svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að ganga framyfir og þarf ekki að bíða lengur, hehe, langar mest að blása upp sundlaugina núna og fá krúttið bara í fangið en það er kannski soldið snemma ennþá ;) :P
Komin nokkur nöfn uppí huga og erum að skoða flottar samsetingar, ætlum að hafa nafnaveisluna á milli jóla og nýárs, sjá hvort amma og afi ákveði að koma til noregs á þeim tíma og hafa þá veisluna þegar þau eru hérna, annars verður Katrín hérna og við getum auðvitað verið með skype opið fyrir Írisi og Erlu (veit að þær myndu vilja vera með þegar nafnið er tilkynnt) svo verður kannski bara hringt í einhverja ættingja og tilkynnt nafnið áður og svo bara skellt á facebook fyrir alla (þá auðvitað mynd af kökunni og barninu og öllu saman) :)
Er komin með 2 nýja brjóstarhaldara og á núna 3 samtals, þessi þriðji er samt voðalega lúinn og teygður, haha, en þetta var í fyrsta skipti sem ég finn fallega og þæginlega brjóstarhaldara sem eru til í minni stærð! :D og þá í búð en ekki á netinu, hætti alltaf við að panta af bravissimo þótt þeir séu svo fallegir og ódýrir því ég nenni ekki að senda til baka og fá aðra stærð ef þeir passa ekki :(
er samt að spá í að kaupa 1-2 gjafahaldara þar, ss spangarlausa til þess að minka stálma og stíflur þegar krúttið er komið, sjáum til hvort ég "þori" því, hehe :)
einn daginn mun ég eiga allavega 10 sem munu allir passa þæginlega og vera fallegir!!!! :)
Guðni ætlar svo að tala við yfirmanninn í vinnunni sinni því hann getur ekki unnið þarna áfram ef hann fær bara 80% vinnu (þeir voru búnir að lofa honum 100% þegar samningurinn rynni út og hann fengi nýjann en hann fékk svo bara 8ö%) það tekur bara allt of langann tíma að keyra þangað og bensínkostnaðurinn því óþarfa hár, það er næstum búið að klára að byggja KIWI í hverfinu og þá getur hann rölt og spjallað við yfirmann þar og séð hvort þeir séu með 80% lausa stöðu, en þá er auðvitað ekkert bensín í vinnuna þannig hann þyrfti ekki meiri vinnu (þeir eru ekki með 100% laust en þeir eru með hlutavinnu lausa og við búum í 5mín göngufjarlægð þannig það gæti verið að hann fengi fínt hlutfall) :) annars ætlar hann að reyna að finna vinnu inní bænum hérna (tekur ca 20-30 mín að labba þangað!) og svo skoða meira í kring eins og í Ski (tekur 20-30min að keyra) og hafa bara 30mín akstur sem algjört hámark og þá helst 100% vinnu með :)
En það tekur ss 40-50 mín fyrir hann að keyra í vinnuna núna þannig þegar hann er að vinna í 8klst er hann í burtu í 10klst! stundum lengur afþví þeir gátu ekki misst hann fyrr eða hann þarf að fara á 1-5klst langann fund :/ hann fær samt borgað fyrir alla funda og námskeið þannig það er fínt (og aksturinn fram og til baka á fundinn)
Hann ætlar samt að vera þarna allavega út árið, það eru námskeið í nóvember þar sem er kennt að búa til jólamat, nokkrir mismunandi réttir og fleira skemmtilegt, svo er eitthvað ostanámskeið held ég :) hann er alveg frekar spenntur fyrir þeim, enda hefur hann alveg óendanlega mikinn áhuga á mat og matargerð og ekki verra að fá borgað fyrir að læra að gera góðann mat ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2012 | 16:00
Alveg að leka ;)
Vá hvað ég er sjúklega þreytt! Fórum í Osló og var rétt komin þegar ég finn eina af hittingnum, hinar 2 voru ekki lengi að láta sjá sig ;) 2 þeirra búa í osló og þá ekki langt að fara og þriðja í ski, hún á að eiga 3 dögum á eftir mér og er með 20 mánaða stelpu fyrir (sem verður 2 ára í desember) þannig bara nóg að gera ;)
Fórum í Oslo city senter og borðuðum á asíska veitingarstaðnum (heitir nam-nam eða eitthvað álíka)
Fékk mér bara núðlur með kjúlla af hádegistilboðinu, sem var fínt, hef farið þarna 1x áður með Guðna og fékk mér þá einhvern vírd fiskirétt, hehe, en Bergrós fékk sér pulsu og franskar og hin stelpan (þessi 20mánaða) fékk nagga og franskar, þær voru svo rosalega duglegar að skiptast á frönskum og deila með hvor annarri og fengu aðeins að hlaupa um :) Hittu svo aðra stærri stelpu (kringum 5 ára) og töluðu smá við hana og komu svo aftur orðnar frekar lúnar og þyrstar :)
Skoðuðum nokkrar búðir og hringdi svo í Guðna sem skoðaði búðir á meðan við vorum að óléttast saman og hann kom og hitti okkur þar sem við vorum og við fórum 3 saman niðrá neðstu hæðina og fengum okkur ís :)
Var svo orðin alveg uppgefin og Guðni átti að mæta á fund í vinnunni kl 6 þannig við röltum á lestarstöðina, keyptum miða og fórum að lestarteinunum og settumst niður, vorum rétt búin að setjast þegar lestin kom og vorum víst mjög heppin að lenda á lest sem stoppar á miklu færri stoppustöðvum en þessi sem við tökum vanalega, þannig við vorum bara strax komin :)
Situm núna 2 saman í sófanum, Bergrós með popp og ég með vatn, báðar alveg að leka úr þreytu að kúra okkur í teppi :) Guðni farinn á fundinn og verður vonandi ekki of lengi (býst við því að hann komi aftur um 8) Það verður sko farið snemma að sofa í kvöld, hehe :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2012 | 18:04
Bláir gírafar :)
Pantaði nýja bleiu handa skottunni, hún á eina með grænum gíröfum og hún alveg elskar gírafa bleiuna sína þannig ég ákvað að panta bláa gírafa núna og sjá hver viðbrögðin yrðu, hún var alveg orðlaus :) sagði bara VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ eridda gírafinn, vááááááááááááá :) svo vorum við að tala um að þessir gírafar væru bláir og hinir væru grænir og hún var svo svakalega ánægð að bleian fór bara beint á bossann :) Núna vantar okkur bara bleiku gírafana og við erum komin með alla litina (af gíröfum hjá bestbottoms)
Pantaði líka eina fitted kissaluvs til þess að prófa á litla krúttið, auðvitað ljósgræna til þess að bræða Guðna aðeins í leiðinni :)
Búin að raða í nýja skápinn inná baði, allar bleiurnar og allt sem þeim fylgir vel raðað og bara handklæði núna í efri hillunni á skiptiborðinu og svo sundlaug, baðsloppur og baðdót í neðri hillunni :)
Líka búin að taka alla kassana úr svefnherberginu, fara með lokkana og það allt inn í svefnherbergi þar sem það tekur ekkert pláss en samt auðvelt að finna allt sem þarf að finna og í staðin búin að raða föndurdóti á skrifborðið inní stofu :)
Búin að breyta þvottasysteminu í 3 litla dalla og bleiu þvottinum í fötu með innleggjum, þurrkum og gasbleium og svo pul-poka með coverum og hríspappír :) get þá þvegið alltaf innleggin og það allt á 60-90° og coverin á 40 og svo stundum 60 :) þannig pulið helst alveg heilt og restin verður meira en bara hreint, hehe :)
Bergrós skemmti sér við að horfa á "Stjéllí sjaaam" (Jelly Jamm) á meðan við tókum til og er farin að syngja næstum allann textann með :)
Þurfum að finna fjarstýringuna á gamla risa-hlunks sjónvarpinu þannig við getum gefið það, soldið vesen að henda því bara því Guðni getur ekki borið það einn út í bíl og ég má ekkert hjálpa (ekki að ég gæti actually hjálpað eitthvað við að bera þetta, það er örugglega þyngra en ég) ;)
Ég var svo send inn í herbergi eftir kvöldmatinn á meðan Guðni er að ganga frá og Bergrós að klára orkuna og svo fara þau að kúra saman, var orðin rosalega þreytt og komin með soldið mikla samdrætti eftir alla tiltektina þannig ég á víst bara að slappa af núna :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2012 | 17:57
1.Október :)
Kominn október, finn vel hvað það er ógeðslega stutt eftir ;)
Var vakin um miðja nótt þegar Guðni ákvað að rífa sængina mína af mér og neita að skila henni (í svefni) Bergrós var þá komin uppí og lá öfugt í rúminu á milli okkar þannig ég gat ekki bara troðið mér undir sængina líka og var alltof þreytt til að fara og leita að annarri sæng þannig ég sofnaði bara aftur, vaknaði svo ísköld í kringum 5-6 og vakti Guðna og fækk sængina mína aftur og var alveg að sofna þegar Bergrós ákvað að vakna og vilja bara knúsa mig og kúra inní andlitinu á mér þannig ég gat ekkert sofnað aftur.. gafst svo upp eftir klukkutíma og 40mín og fór uppí rúmið hennar Bergrósar og kúrði þar ein, haha :)
Endurröðuðum í skápana og náðum að fara yfir svakalega mikið dót, færðum aðeins til húsgögn líka :)
Fórum og sögðum hæ við músina í morgunn og Bergrós var svo ánægð að gera tístihljóð og fékk að vera smá aaaa góð við músina :) Kipptum gítörunum okkar með heim og 2 kössum merktum okkur sem við ætlum að klára að fara yfir í kvöld eða á morgunn :)
Komin með skáp inná baðherbergi þar sem ég get raðað betur bleiunum og öllu dótinu þar, vorum bara með pínu lítinn skáp fyrir og handklæðin öll í skiptiborðinu ;)
Fórum svo út að hoppa í pollum og skoða voffana í hverfinu, Bergrós sussaði bara á þá þegar þeir geltu og sagði þeim að þeir ættu ekki að vera með læti, alls ekkert hrædd við þessa stóru hunda, haha ;)
Guðni hengdi svo upp drekafánann minn fyrir ofan sjónvarpið og við þvoðum utanaf öllum stólum og sófapúðum :)
Ætla að fara á óléttu-kaffihúsa-hitting á miðvikudaginn í osló :)
Og ef við verðum ekki of mörg get ég verið með "íslenskar mæður í noregi" hitting hérna heima í október, hef aldrei haft hitting hjá mér þannig það verður spennó :D og þá þarf ég ekki að vera að dröslast eitthvert út á síðustu vikunum, haha :)
Ætla að fara að taka úr þvottavélinni á meðan Guðni svæfir Bergrósu og ganga aðeins meira frá ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2012 | 09:04
matarinnkaup fyrir næsta mánuð búin :)
Fórum til Svíþjóðar í gær og keyptum í matinn fyrir næsta mánuð, ákváðum að kaupa 10kassa af caprisonne afþví 5 kassar voru á 99kr saman :D
eyddum samtals ca 1000kr norskum og eigum bara eftir að kaupa eina og eina gúrku og tómat til þess að hafa með tortillum og svoleiðis og náum þá samt að halda matar innkaupunum fyrir október undir 2000 norskum sem er alveg met :D (og fáránlega vel gert, hehe)
Keyptum svo pumpu fyrir sundlaugina í leiðinni og nýjann bolta (svona pilates bolta) því yndislega dóttir mín hennti mínum fram af svölunum og hann hefur ekki fundist aftur.... En það er svo rosalega þæginlegt að sitja á honum og það mun hjálpa helling í hríðunum að geta setið þæginlega og hreyft mig aðeins á meðan :)
Fórum líka og heilsuðum uppá músina, gáfum henni nýtt vatn og mat og Bergrós talaði helling við hana og sagði henni hvað hún væri sæt ;) Ætlum að fara aftur núna í hádeginu og kíkja á litla krúttið :)
Skelli í þvottavél fyrst þannig það verði búið þegar við komum aftur ;)
Keyptum jólagjöf handa Signý í svíþjóð í leiðinni og erum þá búin með 4 ;) næ kannski að græja næstum allar hinar í kvöld eða á morgunn og erum þá bara búin (fyrir utan það sem ég gef Guðna og hann mér, það er aðeins meira vesen því við erum alltaf saman og honum langar bara ekki í neitt, haha)
Er búin að koma Guðna í jólaskap og ætla sko að klára að taka til í dag og þrífa í dag eða á morgunn og byrja svo að plana jólaskrautið :D kannski kaupa nokkrar seríur eða skoða hvað við getum föndrað og fundið meiri jólatónlist :D
Búin að vera soldið mikið með þrýsting niður og fæ stingi í lífbeinið inná milli, þannig krúttið fer örugglega að skorða sig fljótlega og er þá tilbúið fyrir fæðinguna :)
4 stelpur af 75 úr nóvemberbumbuhópnum sem ég er í eru búnar! komnar 32-35 vikur og börnin öll heilbrygð og pínkulítil :D Erfitt að trúa því að það sé svona rosalega stutt eftir og eiginlega bara nokkrir dagar (6 vikur) þangað til litla krúttið okkar kemur <3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2012 | 06:04
Þoka :)
Jæja.. vaknaði fyrir klukkan 7 í dag við alveg svakaleg læti, Bergrós hafði vaknað eitthvað í nótt og komið uppí þannig ég var með hana alveg inní andlitinu á mér og kramin við vegginn, lætin héldu áfram og Guðni ekki við hliðiná okkur þannig ég náði að smeigja mér frá barninu og kíkja fram, bara svona til að gá hvort Guðni væri með þessi svakalegu læti eða hvort það væri innbrotsþjófur að rústa stofunni...
Það var auðvitað Guðni, að taka til með svakalegum látum FYRIR KLUKKAN 7 UM MORGUNINN...
En það var allavega ekki kalt eins og síðust morgna, eiginlega bara frekar kósí þannig ég kom frekar fram en að fara uppí rúm aftur, hann hélt aðeins áfram nema án láta þar sem Bergrós var ennþá sofandi og ég ætlaði að halda því þannig... Það er greinilega alveg rétt hjá henni að pabbi hennar getur verið algjör sauðu, ég hefði ekki vaknað ef hann hefði lokað/hallað inn til okkar en ekki bara haft hurðina galopna, hehe :)
Hann fór svo rétt yfir 7 því hann á að mæta 8 í dag eins og í gær, sem er fínt því þá er hann búinn á milli 4-5 en ekki 6-7 eins og vanalega og getur þá eytt seinnipartinum með okkur en ekki bara restinni af kvöldinu :) svo er hann í fríi á morgunn sem verður rosalega kósí :)
Spurning hvort við nýtum morgundaginn í að taka til og förum kannski snemma í svíþjóðarferðina að kaupa í matinn fyrir mánuðinn, þá getum við notað sunnudaginn í að klára að þrífa og byrja að baka og svo er hann í smá fríi í byrjun næstu viku, kannski 2-3 daga, þannig við ættum að ná miklu baki, hreingerningum og fleiru skemmtilegu á þeim tíma og ég get þá bara slappað af að mestu leiti restina af meðgöngunni :)
Væri fínt ef við munum eftir því að kaupa pumpu fyrir sundlaugina þannig það sé allt reddí, ættum að geta gert það í leiðinni í svíþjóð :)
Svo vantar okkur örbylgjuofn og fara með hraðsuðuketilinn í viðgerð þar sem hann er hættur að virka.. :)
Ég sé varla húsið á móti fyrir þoku og það er alveg kominn vetrar-jóla fílíngur hjá okkur :D allavega hjá mér og Bergrósu, hehehehe, langar svo mikið að byrja að skreyta og vill helst vera búin með sem mest áður en krúttið kemur þannig ég geti slappað meira af með krílinu og svo eytt meiri *alone-time* með Bergrósu á meðan krílið sefur svo hún fái nú almennilega athygli :D
Jææææjaaa, Bergrós vöknuð, fór til hennar og hún sagði "nei, mamma ekki taka skóinum" hehehe algjör kján, ætlum að fara að leika :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2012 | 07:31
Þreytt
Vaknaði aðeins við það þegar hann var að fara í vinnuna klukkan 7 í morgunn en var allt of þreytt til að fara framúr þannig ég kúrði mig bara hjá Bergrósu og svaf til 8 :)
Fór þá framúr án þess að vekja hana til að fá smá "frið" og svo hún fengi að sofa lengur :)
Ekki jafn skítkalt og hefur verið undanfarna viku þannig ofninn hefur gert sitt gagn á lægstu stillingu, erum ekki að týma að kveikja á mörgum þannig einn verður bara að duga og hann er inni hjá okkur.. Ætluðum að kveikja bara á þessum sem er í svefnherberginu hennar Bergrósar en hann virðist ekki virka, er í sambandi og það er kveikt á honum en þótt við setjum hann í botn gerist ekkert og það er hægt að snúa takkanum í hringi :/
Jæja þá eru 2 leyndir gallar á íbúðinni, hinn er sturtann, tvöfaldur galli á henni þar sem hún lekur (ss flæðir vatn yfir allt baðherbergið þegar við förum í sturtu) og önnur hurðin er eiginlega bara ónýt og dettur hálfpartinn úr... voða gaman og til þess að gera gleðina meiri held ég að það sé raka-mygla að myndast fyrir ofan sturtuna... veiiij svaka fjör, hehe
Farin að fá mígreni á næstum hverjum degi og finn inná milli aðeins til í lífbeininu, samdrættirnir eru oftast vægir en eiga það til að endast allann daginn þannig ég get bara ekkert gert en annars er heilsan bara 100% og meðgangan gengur ótrúlega vel og allt of hratt, hehe
Mér líður eins og það hafi bara verið fyrir mánuði sem ég fékk jákvætt á prófi en ekki fyrir 7 mánuðum....
.....
Eiginlega alveg búin að undirbúa komu krúttsins, keypti grind með skúffum í jysk (rúmfó) og búin að raða barna fötunum í hana, búin að kaupa ullar sett í 2 minnstu stærðunum því það mun verða kalt í vetur og ég gat ekki staðist 50% afsláttinn þótt ég var varla komin 12 vikur þegar það var keypt, hehehe
Komin með vögguna, bílstóllinn bíður uppá háalofti og mamma var svo æðisleg að kaupa gullfallegann vagn, lítill og krúttlegur og alveg nákvæmlega það sem ég hafði hugsað mér! Var að skoða brúna og bláa vagna en vildi ekki hafa þá of einfalda en samt frekar einfalda og hún fann dökkbláann "rúðustrikaðann" (finnst orðið köflótt ekki passa við) línurnar eru hvítar og það er skiptitaska í stíl með og svo grind undir, gæti ekki hafa valið betur sjálf! :)
Búin að panta mér bleiur og setja í skiptiborðið, á bara eftir að forþvo þær svo það séu engin efni úr framleiðslunni eftir í þeim og þá er allt reddí :D
Keypti brjóstagjafapumpu og svona bakka til þess að frysta mjólkina í stangir þannig ég get stjórnað magninu betur heldur en með svona pokum og þá tekið úr frysti eftir þörf :)
Ætla að gera barnamatinn sjálf, komin með töfrasprota og eina bók um næringu ungbarna sem er með uppskriftir af grautum og mauk, vantar bara sílíkon klaka box til þess að frysta í svo ég geti fryst bara litla kubba og sóa þá ekki fullt af mat, þá endist hann líka lengur ;)
Býð núna bara spennt eftir að krúttið kemur, stutt eftir ;)
-sett 13.nóv samkvæmt 20vikna sónar (7.nóv samkvæmt tíðarhring)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)