Færsluflokkur: Bloggar

Fimmtudagur

Jæja, fórum í afmæli á sunnudeginum, 2 ára prinsessu afmæli hjá frænku hans Guðna ;)

Bergrós skemmti sér voða vel að leika við hina krakkana, en varð svo veik um nóttina, vaknaði um 3 og kom uppí og sofnaði strax en vaknaði svo eftir ca klukkutíma og kúgaðist, Guðni lyfti henni í fangið á sér og fékk æluna yfir sig, bjargaði rúminu alveg og hún varð rólegri og leyfði því bara að koma í stað þess að streitast á móti eins og hún gerir annars :/

Hún gubbaði svo nokkrum sinnum í viðbót og sofnaði svo í sófanum, ég klæddi mig vel og rölti út í búð rétt fyrir 7 (Kiwi opnar kl 7) beið á meðan stelpan opnaði hurðina, sem gekk soldið illa, hehe
Keypti powerade, brauð, kex, frostpinna og jelly (afþví það er mælt með því fyrir krútt með gubbupest..)

Hún hresstist svo yfir daginn en var áfram lítil í sér, sofnaði um kvöldið og vaknaði ekki um nóttina þannig ég hélt að þetta væri bara búið.. eeeeen á þriðjudeginum kom meira gubb, beint í sófann, þá 2 klst í Guðna Pinch

Fórum svo til svíþjóðar í gær, stoppuðum hjá Elínbjörtu og létum hana fá lokka fyrir Kristófer (sem var steinsofandi) og sykur, afþví við erum að hætta að nota sykur, hún var voða hissa þegar ég rétti henni sykurinn, hehehe
Keyrðum svo áfram og fórum til svíþjóðar og keyptum Bulgur, cous cous, nokkrar gerðir af baunum og fræum, síróp (maple og agave) og svo frosin ber og frosna ávexti og nokkur mangó (2 fullþroskuð og 2 sem verða þroskuð eftir 1-3 daga) og eitthvað meira  Smile

Bergrós er eiginlega alveg hress í dag, bara soldið lítil í sér, borðaði smá kornflex en varla heila skál (þegar hún er alveg hress biður hún um fleiri en 5 skálar!!) svo er hún búin að fá 2 frostpinna og situr bara og horfir á Shrek (eða Svekk eins og hún segir það)  

 

Búin að segja upp leigunni, hún endar í lok maí, flytjum þá nær vinnunni hans Guðna og helst í eitthvað ódýrara húsnæði líka, þannig við náum að safna meiri pening Smile

Hringdum í mjólkurbankann áðan, ætluðum að fara á mánudaginn en það verður víst lokað, það er opið þri-fim en suma mánudaga en ekki þennan, hehe, ætlum þá bara að finna annan tíma og fara seinna, fer þá í blóðprufu og tek eitthvað próf og sé hvort ég meigi gefa mjólk, en mjólkin fer til barna sem þurfa hana, td fyrirburar og léttburar á vökudeild Smile og maður fær 150kr fyrir líterinn, en ég mjólka nánast líter of mikið á hverjum degi þannig það væri fínt ef það nýttist einhverjum sem virkilega þarf það Smile


Sprautudagur

Fórum í 3.mán skoðun í dag :)
Agnes er 6,27kg og 61,5cm (fæddist 3700g og 50cm)

Hún skammaði hjúkkuna aðeins fyrir fyrri sprautuna en varð sko reið eftir seinni (2 sprautur, ein í hvort læri) svo brosti hún bara og talaði við hjúkkuna ;)
Áttum svo að bíða í 20mín eftir sprauturnar áður en við færum heim og hún svaf allann tímann ;)
Hún er ekkert slöpp eftir sprauturnar, svaf vel í dag og erbúin að vera hress að leika og var að sofna aftur sjálf, sjáum hvernig nóttin verður, en við höfðum ekki tíma til að fara út og kaupa stíla þannig ef hún vakir eða verður erfið þá kúrum við bara yfir mynd, Guðni fór beint út aftur eftir að við komum heim, til þess að fara að vinna 

082

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

3.mán :D

Jæja, litla músin er orðin 3.mánaða í dag! förum í skoðun á morgunn og sjáum hvað hún er orðin stór og þung LoL

Guðni verður búinn að vinna eftir ca 20mín og við ætlum út þegar hann kemur heim, eða borða fyrst og vera svo extra lengi úti eftir mat Grin

Heart


Mánudagur ;)

Fórum út í gær og vorum úti alveg hálfann daginn, fórum fyrst aðeins út og vorum nú ekki komin langt frá húsinu þrátt fyrir að hafa verið alveg í 30-40 mín úti þegar Bergrós þurfti að pissa eftir að borða allann snjóinn þannig við fórum inn og svo út aftur þegar hún var búin Wink

Löbbuðum útá róló með Bergrósu í snjóþotunni og fórum svo beint heim aftur án þess að fara inná rólóinn, ekki útaf endalausu snjókomunni heldur vegna þess að Bergrós var sofnuð í þotunni InLove
Við fórum í fyrsta skipti með Agnesi bara í fanginu, í ullargalla með þunna bleika húfu og nýju rauðu og hvítu húfuna frá ömmu sinni, en hún var líka steinrotuð eftir að hafa skoðað allt, trén og snjókornin og fannst voða kósí að lúlla í fanginu úti í ferska loftinu, vaknaði ekki einu sinni þegar ég skipti við Guðna, rétti honum Agnesi og ég dró Bergrósu og skiptum svo aftur þannig Guðni hélt á Bergrósu og ég á Agnesi og þotunni Wink

Fengum okkur bauna og grænmetissúpu í hádeginu og svo kjötbollur úr frystinum í kvöldmatinn Smile

Er búin að komast að því að ég get varla borðað neitt "óhollt" lengur.. Eftir að ég átti Bergrósu hætti ég að geta borðað kúamjólkurvörur og núna eftir Agnesi get ég ekki borðað hvítann sykur, hvítt hveiti, unnið kjöt og annað kjöt án þess að fá í magann.... prófaði að borða nánast bara grænmeti og ávexti í nokkra daga og fékk mér svo köku og það var svo svakalega mikill munur á mér á nokkrum klukkutímum og Guðna eiginlega líka, Bergrós fær líka í magann af mjólkurvörum og verður rosalega pirruð þannig við ætlum í súper hollustuna eftir að Guðni fær útborgað LoL 


Síðasti dagur mánaðarins ;)

Jæja, þá er kominn síðasti dagur fyrsta mánaðar ársins og í heilann mánuð höfum við ekki keypt gos Wink

 Vöknuðum á milli 7 og 8 og bökuðum pizzu, með hunangsbotni, hakki og pepperoní Smile
Röltum svo útí kiwi með nokkrar flöskur og pínu klink og komum út með 14 banana, 2 mangó og 2 pink lady epli, flöskumiðinn var alveg 30kr þannig 20kr (400isk) fyrir morgunmat út vikuna og millimál LoL
Svona útaf öllum umræðunum sem eru í gangi ætla ég að skrifa hjá mér hvað við borðum og  hvað hver máltíð kostar og sjá svo heildarverðið í lokinn, höfum aldrei farið yfir 3000no(60.000isk) á einum mánuði, höldum okkur yfirleitt á milli 1-2000 (20-40.000isk) mér finnst alveg fáránlegt að halda því fram að 120.000 sé "sparnaður" fyrir heilann mánuð með 4manna fjölsk og það ekki einu sinni með öllum máltíðunum inní því ! Ég er eiginlega bara forvitin um hvað þau voru eiginlega að eyða miklu ÁÐUR en þau settu þessa tölu sem SPARNAÐ

Þó það sé rétt yfir neysluviðmiðinu þýðir ekki að það sé sparnaður.. sparnaður væri að fara UNDIR neyslu viðmiðið og þá helst langt undir það og byrja kannski að lifa eins og annað fólk gerir, sem kúkar ekki pening, ég væri þó alveg til í að kúka pening en ég myndi aldrei sóa honum svona í mat

Öryrkjar, atvinnulausir og fólk á lágmarkslaunum, með fjölskyldur, nota ekki 120.000 á mánuði, kannski afþví þau geta það ekki, en ef þau gætu það og myndu samt eyða áfram bara 30-60.000 á mánuði myndu þau ná að spara og gætu notað þann pening í eitthvað á ári, ef 4.manna fjölskylda myndi hætta að eyða 120.000 á mánuði og eyða bara 50.000 er það 70.000kr sparnaður, á einu ári væri það þá 840.000kr ! það er næstum milljón.. þið getið væntanlega ýmindað ykkur sjálf hvað er hægt að gera við næstum milljón.. en svo væri líka hægt að taka hluta af þeim pening, kannski bara 40-50% og gefa til þess að styrkja fátækari fjöldkyldur á íslandi sem eiga ekki meira en 30-40.000 á á mánuði fyrir mat, kannski ekki einu sinni það, þau eru líka með fjölskyldu, þeim vantar líka mat..

 

Jæja..
Guðni fór svo að vinna um 10 (11-7), við Bergrós fengum okkur mangó og epli í hádeginu og hún fékk hálfa dollu af maís baunum afþví hún spurði svo fallega, hehe Grin

Við erum svo bara búnar að vera að kubba, lita og leika inní dótaherbergi, Bergrós er alveg harðákveðin að ég eigi bara að sitja á meðan hún er að gera matinn og svo á ég að þykjast að borða matinn og drekka úr öllum glösunum LoL

Ætlum að skella í aðra pizzu í kvöld (deigið sem við notuðum í morgun var nógu stórt fyrir 2 botna og við gerðum bara eina) erum að spá í að hafa hakk, pepperóní og beikon kurl á henni Tounge


:)

Guðni fór um 7 að vinna (8-4)
Ég vaknaði svo á milli 8 og 9 þegar Bergrós vaknaði og kallaði "PABBIIIIIII, KONDU PABBI" en hann var ekki heima þannig hún fékk bara mig, hehe, sem var greinilega jafn gott því hún brosti bara út að eyrum þegar hún sá mig, sagðist þurfa að pissa og vildi kúra aðeins í sófanum Smile

Agnes var ennþá steinrotuð, eiginlega nýbúin að fylla bumbuna og vaknaði ekki fyrr en ca 2 klst seinna, við Bergrós vorum þá búin að horfa á meiri hlutann af Lion King 3 og vorum komin inní dótaherbergi að leika Wink
Tók dótaherbergið algjörlega í gegn, flokkaði allt dótið uppá nýtt og fann allann dóta matinn, pottana, pönnurnar og allt annað sem fylgdi og raðaði í dótaeldhúsið á meðan Bergrós var að kubba
Fann þá í leiðinni 10 STAKA SOKKA! ekkert skrýtið að ég finni aldrei pör ef þeir eru allir að fela sig í dótinu hennar

Tók svo eldhúsið í gegn og gegn og samþykkti að leyfa Bergrósu troða sig fulla af maís baunum í hádegismat, hehe

Agnes vaknaði svo, vildi drekka smá og vildi svo fara og kúka, þannig við fórum inná baðherbergi og það var ekki einu sinni prump far í bleiunni Wink
Setti hana svo á leikteppið að leika og tók aðeins til í frystinum Tounge

Get svo ekki þvegið meiri þvott hérna í bili því kveiki takkinn á þvottavélinni stakk af inní hana.. læt pabba skoða þetta bráðum og fer bara með þvottinn til þeirra á meðan vélin er í verkfalli LoL


Góðann daginn :D


28.jan

Guðni kom heim í kringum miðnætti á laugardeginum, með 3 box með mat í frá jólahlaðborðinu, það taka allir með sér mat heim afþví vinnan leigir bara húsnæði og elda sjálf mat þannig það er mun ódýrara og auðveldara að stjórna hvað er í boði Grin

Hann kom með 2 box með pasta, með kjúkling og nautakjöti og vefjur með reyktum lax, salati og sósu og svo eitt box með tígrisrækjum með sweet chilli sósu og chilli bitum, sjúklega sterkt en allt alveg rosalega gott LoL
Höfðum þetta svo í hádegismatinn á sunnudeginum
og vorum svo með svínakjöt og grænmeti í ofni og kartöflumús í kvöldmatinn Smile 

Við fórum út í gær (á sunnudeginum) löbbuðum alla leið útá leikvöll og lékum smá þar og svo áfram lengri leiðina heim aftur, það snjóaði allann tímann sem við vorum úti, fórum með Bergrósu á snjóþotunni og hún fékk að labba og draga sjálf þotuna stórann hluta af leiðinni til baka, snjókoman var samt ekki beint snjókorn heldur eins og litlar frost/klaka flísar, geðveikt töff, við vorum eins og við værum þakkin í glimmer-strikum en ekki snjó Tounge
Komum svo inn, settum útifötin í sturtuklefann og kúrðum okkur uppí sófa með heitt kakó og sykurpúða Wink
Fengum okkur svo að borða og kúrðum aðeins meira
Bergrós var svo einhverjar 2 mínútur að sofna þegar hún var komin uppí rúm, alveg uppgefin eftir æðislegann dag og Agnes var ekki lengi að sofna alveg líka þannig við gátum kúrt bara 2 í sófanum og grillað sykurpúðana með kerti Tounge

Vöknuðum á milli 8og9 í morgunn og fengum okkur banana Wink
Fengum okkur svo hakk&spakk í rétt fyrir 11 og svo fór Guðni að vinna (12-8 í dag)
og við stelpurnar fáum okkur líklegast hakk og grænmeti á pönnu í kvöld Smile


Laugardagur :)

Vöknuðum snemma og kúrðum aðeins, Guðni fór svo í vinnuna um 10 (var að vinna 11-19) og hann kemur ekki heim fyrr en seint því það er jólahlaðborð hjá vinnunni hans í dag Wink

Bergrós búin að vera rosalega dugleg í dag, búin að leika helling við litlu systur og klæddi sig svo sjálf, reyndar öfugt (með miðann framaná) en það er allt í lagi LoL

Hún var voða dugleg að passa að segja mér að gera allar tennurnar á meðan ég tannburstaði hana Grin og er núna sofnuð InLove

Litla vill svo bara mömmu kúr núna og fer svo bráðum líka að sofa Heart 


:)

Bergrós nýkomin inn af svölunum, með rauðann nebba og kinnar, eftir að hafa verið úti í alveg klukkutíma að moka og borða snjó Wink

Agnes var eitthvað grumpy þannig hún fékk að lúlla í moby wrapinu og ég tók til í eldhúsinu á meðan Tounge Hún var svo að vakna núna og vildi koma uppúr og sitja hjá mér, leit svo á mig, sagði múavavava, brosti og horfði svo hálf rembilega á mig þannig ég stóð upp og fór með hana inná bað, tók þurru bleiuna af bossanum og fór með hana yfir vaskinn, kveikti á krananum og bunan fylgdi beint á eftir LoL
Svo ákvað hún að það væri kúk tími líka og er þá alveg búin að tæma og var svo að klára að súba þannig hún fyllti á tankinn aftur LoL

Setti hana svo á leikteppið þannig hún er voða róleg að leika þar og ætla að fara að elda kvöldmat Tounge


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband