Færsluflokkur: Bloggar
25.1.2013 | 10:29
Föstudagur :D
Jæja, búin að rölta út í Kiwi, kaupa bunka af bönunum (15) nokkrar mandarínum, græn epli, bleik(?) epli, eplasafa, spínat, eina möffins afþví Bergrós spurði svo rosalega falleg og var búin að vera svo dugleg og svo smurost fyrir pastasósu
Bergrós situr og borðar banana og horfir á skógardýrið húgó (vhs)
Hún vill sko ekki smakka djúsinn minn, hehe, sem er úr sellerí, grænu epli, spínati, banana og smá lime Hún borðaði möffinsið, eða mössinið eins og hún segir, á leiðinni heim
Henni finnst mangóið ennþá æði og er alveg viss um að þetta sé nammi
Guðni er svo nýfarinn í vinnuna, er að vinna 12-8 þannig hann kemur ekki heim fyrr en 9, þannig við stelpurnar kúrum okkur bara saman uppí sófa í kvöld þangað til hann kemur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2013 | 10:32
úff
Held ég hafi brákað rifbein...
kv þessi sem er ennþá hóstandi
Bergrós er voða hress, skilur ekki alveg afhverju hún þarf að bíða svona lengi á meðan vhs tækið spólar til baka svo hún geti horft á hugo eða toy story ;)
Verður alveg óþolinmóð og skiptir um skoðun og segist vilja horfa á eitthvað annað, hehe, en skiptir svo alltaf strax til baka
Agnes vaknaði svo í hádeginu og vildi súba og leika, kallaði svo á mig og vildi koma að kúka og varð svo svakalega ánægð þegar hún var búin að hún hélt áfram að reyna að leika þótt hún væri alveg uppgefin, gaf henni smá meira að súba og setti hana svo í moby wrapið
10vikur og 5 dagar í ísland !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2013 | 08:31
Jæja
Bleiulaus nótt nr 3 búin og ennþá ekkert slys, Bergrós vaknaði um 4 í nótt, vildi fara að pissa og koma svo uppí til okkar
Var ekki alveg að samþykkja að fara aftur að sofa en skildi að það var nótt og lagðist niður og kúrði með okkur og sofnaði aftur og vaknaði ekki aftur fyrr en 9
Bergrós heldur greinilega að hún ætli að verða bara fullorðin strax og Agnes ætlar að fylgja henni og flýtir sér að reyna að ná henni.. Jaxlinn næstum kominn í gegn hjá Agnesi, hún er soldið pirruð í gómnum og reynir að naga á sér hendina en afþví tönnin er svo aftarlega kúgast hún bara þegar hún treður allri hendinni uppí sig Algjör kjáni Veltir sér svo af maganum á bakið og af bakinu á hlið
Guðni vaknaði um 6 og lagði af stað í vinnuna um 7
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2013 | 08:39
GOOD MORNING! ;)
Fórum til mömmu í gær, skönnuðum inn fæðingarvottorðið oooog fórum saman yfir leigusamninginn, 3mán uppsagnarfrestur og erum að spá í að segja þá bara upp strax svo við getum skoðað strax íbúðir nær vinnunni, væri best ef hann þyrfti ekki að keyra í 40-50mín hvora leið!
Gætum fundið eitthvað í hjóli-fjarlægð og eitthvað með lægri leigu þannig við getum sett meira inná sparnað
Rumskaði aðeins þegar Guðni fór að vinna, kl 7 (8-4 dagur) en hélt svo bara áfram að sofa með 2 kúrilinga sitthvorumegin við mig
Vaknaði svo alveg við það, kl eitthvað að verða 8, að þessi litla bolla vildi fara inná bað að pissa ;) alveg sjúklega mikið ! oooog svo aðeins meira svo kom bara eitthvað smá prump, setti hana svo bara á bossanum að leika á leikteppinu og hún var sátt þar í alveg hálftíma, vildi þá koma og súba, pissa aðeins meira og var svo orðin rosa þreytt þannig hún er núna í moby wrap-inu að lúlla í mömmuknúsi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2013 | 09:08
Á duglegustu stelpurnar
Vaknaði aðeins fyrir 8 afþví litla bollan mín vildi súba meira og þurfti svo að pissa, Bergrós sofnaði í bílnum á leiðinni heim frá ömmu og afa og var því með enga bleiu í alla nótt, hún svaf til hálf 9 ca og vaknaði alveg þurr
Henni fannst alveg rosalega gaman hjá ömmu sinni og afa, gisti frá lau-sun og var svo þreytt um kvöldið að hún sofnaði þegar hún var hálfnuð komin í náttföt, lagðist bara ofaná púða inní stofu og sofnaði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2013 | 15:20
Veijj
Morgunkúkurinn kom ekki fyrr en um hádegið og svo kom annar núna um 4 og í bæði skiptin lét hún vita þannig engar kúkableiur ;)
Bara 2 pissubleiur eftir lúllitíma ;)
Okkur grunar að Bergrós sé með mjólkuróþol, hún er allavega með mjög mikil einkenni um það(eins og ég), tölum við hjúkkuna í næsta ungbarna eftirliti og spurjum hvort það sé ekki hægt að kanna það ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2013 | 10:26
mmmm nammilaði ;)
Vaknaði hálf 10, Guðni var að gera sig reddí og fór svo að vinna (11-7)
Tók stóru stelpu bleiuna af litlu bollunni (ekki newborn bleia lengur)
Hún fékk svo að sprokla aðeins á leikteppinu og lét mig vita þegar hún vildi súba, í miðju súbinu lét hún mig svo vita að hún þyrfti að pissa þannig ég teygði mig í prefold svo ég yrði ekki rennblaut
Svo kom lítið mmhp hljóð og hún spriklaði smá oooog svo kom bunan
Endurtókum þetta svo hálftíma seinna Bíðum áfram bleiulaus eftir morgunkúknum og fæ mér brauð með appelsínumarmelaði og osti
Það voru engar kúkableiur í gær, vonandi verðum við janf heppin/dugleg í dag
Bergrós steinsefur, vaknaði klukkan 4 og kom uppí og vaknaði svo á 10mín fresti í soldinn tíma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2013 | 12:58
16.jan :)
Soldið kalt á tánum, Bergrós er úti á svölum að leika, í snjóbuxum, ullarpeysu, úlpu, með "rokkara-húfuna" og vettlinga, vildi bara vera í stígvélum en ekki kuldaskóm og veit sko alveg að hún þarf enga bleiu til að fara út lengur
Ekki einu sinni þegar við förum í bílinn
Ég er hinsvegar að frjósa á tánum en gott að nýta tímann til að lofta almennilega út
Agnes var rosa dugleg að láta mömmu sína vita að hún þyrfti að kúka þannig hreina bleian var lögð til hliðar, svo þegar hún var búin vildi hún strax fá að súba og var sko ekki lengi að pissa á mig
Hún var svo bleiulaus í klukkutíma að leika á leikteppinu, inní leikgrindinni og Bergrós voða dugleg að sýna henni dótið og vera aaaa góð Fékk svo bleiu því hún var orðin þreytt og ég náði í mobywrappið svo hún gæti lúllað almennilega í mömmufangi
Ég er ennþá með hósta en allir aðrir á heimilinu eru voða hressir, fyrir utan smá hor hjá Bergrósu og slef í lítratali hjá Agnesi
Guðni er að vinna 8-4 og svo förum við í pósthúsið að sækja pakka þegar hann kemur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2013 | 12:28
11.Jan :)
Agnes var ekkert voða sátt við að vera vakin um 10 til þess að fara út, hún vakti svo allann tímann sem við vorum úti (1,5klst ca)
Fór með hana uppí rúm þegar við komum heim og gaf henni að súba en hún vildi sko alls ekki sofna, grömpaði svo smá og lét mig vita að hún þurfti að kúka þannig við fórum inná baðherbergi að kúka og fá nýja bleiu, svo ropaði hún alveg svakalega og svo ennþá meira og meira ;)
Vildi svo bara leika og stóra systir hennar auðvitað alveg sátt við það og lék helling við hana þangað til litli kjáninn var orðin alveg úrvinda og byrjaði að kvarta, ég settist niður hjá þeim og tók hana upp og byrjaði að róa hana þegar Bergrós sagði "mamma, þú verður að rappana, gera rappið" ég prófaði að gefa Agnesi en hún var alveg pakksödd og bara þreytt þannig ég náði í moby wrappið og wrappaði hana framaná mig
Opnaði svo ísskápinn að ná mér í djús þegar Bergrós kemur og treður sér "smoothly" framhjá mér þannig hún var nánast inní ísskápnum, spyr hana hvort henni langi líka í djús og hún sagði nei, voðalega hugsandi á svipinn
Hún byrjar svo að opna grænmetisskúffuna og teygir sig í gúrku, ég má ekki hjálpa henni að fá því hún er svo sjálfstæð og kann alveg sjálf, þannig hún fær auðvitað að prófa sjálf
sem virkar ekki alveg þar sem hún nær plastinu ekki utanaf, kemur og biður mig um að opna, sem ég geri og læt hana fá hana aftur
Svo vill hún skera, sem ég má auðvitað ekki hjálpa með heldur þannig hún stendur núna við stofuborðið og stingur greyið gúrkuna aftur og aftur með smjörhníf alveg einstaklega sátt
Guðni er svo að vinna til 8 í dag þannig hann kemur ekki heim fyrr en 9 ;)
ætla þá uppá háaloft að finna leikteppið og leikgrindina þannig Agnes geti líka leikið ein en ekki alltaf með stóru systir sína ofaná sér Ætla að gera leikpláss í stofunni, hjá Gula sófanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2013 | 12:45
stupid borð....
jæja, Bergrós var veik í gær og vaknaði svo í nótt við hóstann sinn og kom uppí til okkar..
Svaf lítið í nótt því Bergrós var alltaf að vakna eða sparka í mig
Við stóru stelpurnar erum svo báðar veikar í dag, með hita, hósta og nefrennsli og ég er komin með hausverk :/
extra viðkvæmar og svona skemmtilegt
Fékk heilar 4 mínútur til að redda mér hádegismat því hausverkurinn kom afþví ég var ekki búin að borða neitt.... Gerði mér instant núðlur með kjúllatening, Bergrósu vantaði svo athygli þannig ég lagði skálina á borðið á matarstólnum hennar og plaff.. borðið datt af og núðlur útum allt gólf... yaaay.. eeeen gólfið er hreint þannig ég sat og týndi þær uppí skálina og fékk því gólf núðlur í matinn
Agnes heldur greinilega að hún sé í keppni og ætlar að verða jafn stór og systir sín, með smá bólgu og mikinn pirring í gómnum, er samt búin að reyna að segja henni að tennurnar eigi ekki að koma strax en hún ætlar ekkert að hlusta á mína skoðun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)